Ahmed al-Mamlouk yfirgaf Gaza árið 2019. Hann hélt til Tyrklands og bjó þar í tvö ár þangað til hann komst til Austurríkis. Þar dvaldi hann í eitt ár. Hann hefur nú verið á Íslandi í tvö ár. Ahmed segist þó enn vera kennitölulaus því að í Austurríki hafi fingraför hans verið tekin og því sé enn hægt að senda hann til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.
Þann 7. desember síðastliðinn létust kona Ahmeds og fjögur börn hans í árás Ísraelshers á Gaza. Honum tókst ekki að fá samþykkta fjölskyldusameiningu til að forða þeim burt af svæðinu, því hvorki fékk hann hæli á Íslandi eða í Austurríki. „Þess vegna dó fjölskylda mín á Gaza.“
Synir Ahmeds voru 14, 11 og 9 ára gamlir þegar þeir létust. Dóttir hans var sjö ára.
Aðspurður segist Ahmed vilja vera áfram á Íslandi. „Ég missti allt. Fjölskyldu mína, börnin mín, vinnuna. Allt. Hvert á ég að …
Athugasemdir