Hið íslenska glæpafélag var stofnað árið 1999 og er félagsskapur rithöfunda, þýðenda og fræðafólks sem hefur með einu eða öðru móti ræktað íslenskar glæpasögur. Á þessum árum hafa glæpasögur orðið álíka samofnar menningu samfélagsins og þorrablót, Eurovision og Þórbergur & Laxness.
En hvernig hófst þetta allt saman?
Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur og fréttamaður, kann þá sögu – sem hann gerði skil í nýjasta Tímariti Máls og menningar. Hann segir: „Árið 1997, þegar Arnaldur gaf út sína fyrstu bók og líka Stella Blómkvist, þá höfðu komið út 34 glæpasögur á Íslandi – í fullri lengd, á bók. Þó að glæpasagan hafi verið til frá því á fyrri hluta nítjándu aldar fer hún ekki að ná alvöru vinsældum fyrr en langt er liðið á seinni helming aldarinnar. Þegar komið var fram yfir aldamótin 1900 var hún orðin mjög vinsæl um allan heim. Líka á Íslandi.“
Hann segir að hér hafi verið gefnar …
Athugasemdir (1)