„Þegar gengið er yfir allt manns siðvit þá hlýtur maður að bregðast við. Ég er ekki fullfær um að fara í mótmælagöngur, út af fótunum, en ég get þetta; ég get skrifað með höndunum,“ segir Vigdís Grímsdóttir skáld um ljóð sem hún skrifaði á dögunum vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs.
„Við verðum öll að leggja eitthvað af mörkum. Það þýðir ekki að líta undan. Það er verið að drepa börn og konur og menn. Það er verið að þurrka út heila þjóð. Ég held að öllum mannlegum mætti sem hugsar eitthvað einhvern tímann um annað fólk sé bara ofboðið. Þetta er svo svakalegt. Erum við sammála því að þetta sé gert? Ég þekki ekkert fólk sem vill það. En fólk vill helst ekki tala um þetta því það er svo vont,“ segir hún.
„Fólk vill helst ekki tala um þetta því það er svo vont“
Vigdís rifjar …
― Albert Einstein