Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Borgarspítala verði tryggt „andrými“

Allt að 400 íbúð­ir gætu ris­ið á svæði sunn­an Borg­ar­spít­al­ans ef skipu­lags­hug­mynd­ir borg­ar­yf­ir­valda ná fram að ganga.

Borgarspítala verði tryggt „andrými“
Kennileiti Svæðið sem nú er stefnt á að umbylta og byggja íbúðir á er í dag tún með trjágróðri sunnan við Borgarspítalann. Mynd: Golli

Áformað er að breyta skipulagi svæðis sunnan Borgarspítalans svo þar megi rísa „fjölbreytt og lágreist 2–5 hæða íbúðabyggð“ sem yrði „spennandi fyrir unga sem aldna“. Í deiliskipulagslýsingu sem borgaryfirvöld hafa auglýst kemur fram að reiknað sé með 250–400 íbúðum á svæðinu. Tún og trjágróður einkenna svæðið í dag en drottning þess, bygging Borgarspítalans, er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur. Í umsögnum um skipulagstillöguna vekja margir máls á því og vilja að byggingin fái að njóta sín áfram og stinga upp á að svæðið verði allt skipulagt i tengslum við framtíðarnýtingu hennar.

SkipulagssvæðiðSkipulagslýsingin nær til tæplega 5 hektara svæðis sunnan við Borgarspítalann í Reykjavík.

Skipulagssvæðið sem auglýst er afmarkast af Háaleitisbraut til vesturs, suðurjaðri Borgarspítalans til norðurs, núverandi íbúðabyggð við Markarveg og Kjarrveg til suðurs og Álftalandi til austurs. Landið hallar frá norðaustri til suðvesturs og er mesti hæðarmunur um 12 metrar. Íbúðabyggð sunnan og austan við reitinn einkennist af lágreistum einbýlishúsum og rað- og parhúsum.

Lóðin sem skipulagslýsingin nær til er 4,7 hektarar að stærð og er gert ráð fyrir að stærstur hluti hennar fari undir nýja íbúðabyggð sem yrði að hámarki fimm hæðir. 

Sveigð og hringlaga form

Henny Hafsteinsdóttir, minjavörður Reykjavíkur og nágrennis, rifjar í umsögn sinni upp sögu Borgarspítalans sem hún segir mikilvægt kennileiti í borgarlandinu. Spítalinn var reistur á árunum 1950–1973 eftir teikningum arkitektanna Einars Sveinssonar og Gunnars H. Ólafssonar. Er hann jafnframt eitt stærsta verk Einars. 

Einar hafði mikil áhrif á skipulags- og byggingarmál Reykjavíkur á árunum 1934–1973. Hann lagði áherslu á hagræði og góð dagsbirtuskilyrði við hönnun á innra skipulagi bygginga, segir Henny. Snemma hafi mátt greina ákveðin höfundareinkenni í húsum Einars, t.a.m. skásett, sveigð og hringlaga form sem áttu rætur að rekja til áhuga hans á stærðfræði. Þessi höfundareinkenni má að sögn Hennyar greina í ásýnd Borgarspítala, t.a.m. aðalinngangi, hringlaga gluggum og skásettum útskotum. 

„Þrátt fyrir að Borgarspítali sé staðsettur utan við mörk skipulagssvæðisins sem hér er til umsagnar, telur Minjastofnun mikilvægt að tekið sé tillit til hans við hönnun skipulagsins. Setja mætti fram í skipulagsuppdrætti skýringar á því hvernig ný byggð muni styrkja ásýnd svæðisins og áframhaldandi stöðu Borgarspítala sem skýrt kennileiti í borgarlandinu.“

Íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis er einnig umhugað um Borgarspítalann nú þegar eigi að fara að þétta byggðina umhverfis hann. Að mati íbúaráðsins er mikilvægt að sú byggð sem rísa mun á svæðinu taki mið af nærliggjandi íbúabyggð um leið og gert verði ráð fyrir góðum útivistarmöguleikum „og að Borgarspítalanum verði áfram tryggt gott andrými á reitnum“.

„Með flutningi á núverandi starfsemi Borgarspítalans niður á Hringbraut er ljóst að finna þarf nýja notkun fyrir húsnæði spítalans“
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Við mótun svæðisins ætti einnig að mati íbúaráðsins að taka mið af núverand starfsemi á svæðinu í kring, þ.e. starfsemi Borgarspítalans, og mögulegri framtíðarnotkun hans, og öldrunarþjónustunni við Sléttuveg. „Ný byggð á svæðinu gæti að hluta verið framhald af þeirri starfsemi og íbúðabyggð sem þar er að finna í bland við íbúðir ætlaðar fyrir almennan markað.“

 Sú afmörkun sem sýnd er á svæðinu í skipulagslýsingunni tekur einungis til lóðar borgarinnar neðan við Borgarspítalann. Að mati íbúaráðsins er hins vegar eðlilegt að svæðið sem væri til skoðunar væri víðfeðmara og tæki einnig til lóðar Borgarspítalans og aðliggjandi gatna. „Með flutningi á núverandi starfsemi Borgarspítalans niður á Hringbraut er ljóst að finna þarf nýja notkun fyrir húsnæði spítalans. Fyrirhuguð samkeppni gæti verið liður í því að skoða hver sú notkun á að vera um leið og horft verði með opnum hug hvort frekari tækifæri til uppbyggingar sé á lóð spítalans.“ 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Snædal skrifaði
    Þegar nýi spítalinn við Hringbraut opnar er gert ráð fyrir að starfsemin í húsnæði Borgarspítalans flytji þangað. Það verður þó engin fjölgun á legurýmum. Ef það ástand sem nú er daglegt brauð á bráðamóttökunni á ekki að halda áfram þarf Borgarspítalinn að nýtast áfram fyrir spítalaþjónustu, svo einfalt er það.
    2
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Skammsýni islenskra tærra snillinga á sviði skipulagningar hefur verið auðséð í áratugi, aldrei gert ráð fyrir mannfjölgun og öll verk þar með talið nýi landspítalinn skipulagt með þáverandi ástand í huga sem minnismerki eða bautasteinn viðkomandi viðvaninga en ekki með þjóðarhag eða almenning sem leiðarljós.. þetta sést líka hjá ráðamönnum sem hugsa bara um eigin rass. Og við kjósum þetta því við þekkjum ekkert betra en þetta vanhæfa lið sjálftökunnar. Megllómanía er þjóðareinkenni. sorrý en því miður er þetta frekar heimskt lið.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár