Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Landsfundur VG fordæmir orð utanríkisráðherra

Í álykt­un VG um mál­efni Palestínu sem sam­þykkt var á lands­fundi hreyf­ing­ar­inn­ar um helg­ina seg­ir að fund­ur­inn telji um­mæli ut­an­rík­is­ráð­herra á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna „til þess fall­in að grafa und­an al­þjóða­lög­um og mann­rétt­ind­um.“

Landsfundur VG fordæmir orð utanríkisráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í ræðustól allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Mynd: Stjórnarráðið

„Fundurinn telur ummæli utanríkisráðherra Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok september ámælisverð en þar kom fram að Ísrael væri undanþegið alþjóðalögum þegar kæmi að því að varpa sprengjum á spítala á Gaza vegna þess að spítalarnir hefðu verið notaðir í ógreindum „tilgangi“.“

Þetta kemur fram í ályktun um málefni Palestínu sem landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samþykkti á landsfundi sínum sem lauk á sunnudag. 

Þá segir ennfremur: „Landsfundur telur að utanríkisráðherra beri skylda til að skýra á hvaða gögnum þessi ummæli byggja en þau eru til þess fallin að grafa undan alþjóðalögum og mannréttindum.“

Í ályktuninni lýsir landsfundur VG yfir þungum áhyggjum af þróun mála fyrir botni Miðjarðarhafs. „Í 76 ár hefur Ísrael stundað landrán á palestínsku landi og yfirgengileg mannréttindabrot á íbúum Palestínu. Í heilt ár hefur Ísrael herjað á almenna borgara keyrt áfram hernað gagnvart almennum borgurum á Gaza, einkum konur og börn,“ segir í ályktuninni, þar sem er einnig vísað til þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi í úrskurði sínum kallað framferði Ísraela gegn Palestínumönnum „líklegt“ þjóðarmorð.

Landsfundur VG ályktaði að þar séu stríðsglæpir framdir í beinni útsendingu, allt með stuðningi Vesturlanda sem útvegi Ísrael bæði vopn og pólitískan stuðning.

„Jafnframt telur landsfundurinn koma til álita að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael“
Úr ályktun landsfundar VG

Þá segir að íslenskum stjórnvöldum beri skylda samkvæmt alþjóðalögum að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi. Landsfundur VG ályktaði að stjórnvöld eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi og að ísraelsk stjórnvöld fari eftir úrskurðum alþjóðadómstóla.

„Stjórnvöld eiga jafnframt að styðja við málsókn Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstóli Sameinuðu þjóðanna gegn Ísrael fyrir þjóðarmorð á Gaza, beita sér fyrir alþjóðlegu vopnasölubanni til að stöðva blóðbaðið á Gaza, koma á viðskiptabanni gegn Ísrael í samstarfi við aðrar þjóðir og mótmæla hinum skilyrðislausa fjárhagslega, pólitíska og hernaðarlega stuðningi bandarískra stjórnvalda við hernaðinn á Gaza. Jafnframt telur landsfundurinn koma til álita að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael,“ segir í ályktuninni.

Hér má lesa ályktunina í heild sinni, en hún var ein margra sem var samþykkt á landsfundi VG:

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Allsstaðar eru portkonur zíonistasvínanna útglenntar.
    0
  • FB
    Finnur Birgisson skrifaði
    Það hefði nú verið góð blaðamennska að tilfæra orðrétt í þessari grein Heimildarinnar það sem utanríkisráðherran sagði á þingi SÞ, fyrir þá lesendur sem vilja helst hafa það sem sannara reynist.
    Það sem hún sagði:
    „There have been reports of civilian infrastructure and hospitals being used for purposes that can deprive them of their protection under international humanitarian law. This is also unaccepteble.“
    - Ekki alveg það sem VG hefur eftir henni.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það er nú bara þannig að ef spítali er notaður í hernaðarlegum tilgangi t.d. til að geyma vopn/skotfæri eða hýsa hernaðarlega stjórnstöð þá verður hann skv. alþjóðalögum að leyfilegu skotmarki.
    Svo er auðvitað álitamál, hversu langt má ganga þar sem vitað er að óbreyttir borgarar munu vera í hættu. En það er þá ekki lengur lögfræði heldur siðfræðilegs eðlis.
    -2
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Ísrael væri undanþegið alþjóðalögum þegar kæmi að því að varpa sprengjum á spítala á Gaza"
    Loftárásir á íbúahverfi eru skilgreindar sem stríðsglæpir. Það ætti ráðherrann að vita.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár