Landsfundur VG fordæmir orð utanríkisráðherra

Í álykt­un VG um mál­efni Palestínu sem sam­þykkt var á lands­fundi hreyf­ing­ar­inn­ar um helg­ina seg­ir að fund­ur­inn telji um­mæli ut­an­rík­is­ráð­herra á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna „til þess fall­in að grafa und­an al­þjóða­lög­um og mann­rétt­ind­um.“

Landsfundur VG fordæmir orð utanríkisráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í ræðustól allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Mynd: Stjórnarráðið

„Fundurinn telur ummæli utanríkisráðherra Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok september ámælisverð en þar kom fram að Ísrael væri undanþegið alþjóðalögum þegar kæmi að því að varpa sprengjum á spítala á Gaza vegna þess að spítalarnir hefðu verið notaðir í ógreindum „tilgangi“.“

Þetta kemur fram í ályktun um málefni Palestínu sem landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samþykkti á landsfundi sínum sem lauk á sunnudag. 

Þá segir ennfremur: „Landsfundur telur að utanríkisráðherra beri skylda til að skýra á hvaða gögnum þessi ummæli byggja en þau eru til þess fallin að grafa undan alþjóðalögum og mannréttindum.“

Í ályktuninni lýsir landsfundur VG yfir þungum áhyggjum af þróun mála fyrir botni Miðjarðarhafs. „Í 76 ár hefur Ísrael stundað landrán á palestínsku landi og yfirgengileg mannréttindabrot á íbúum Palestínu. Í heilt ár hefur Ísrael herjað á almenna borgara keyrt áfram hernað gagnvart almennum borgurum á Gaza, einkum konur og börn,“ segir í ályktuninni, þar sem er einnig vísað til þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi í úrskurði sínum kallað framferði Ísraela gegn Palestínumönnum „líklegt“ þjóðarmorð.

Landsfundur VG ályktaði að þar séu stríðsglæpir framdir í beinni útsendingu, allt með stuðningi Vesturlanda sem útvegi Ísrael bæði vopn og pólitískan stuðning.

„Jafnframt telur landsfundurinn koma til álita að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael“
Úr ályktun landsfundar VG

Þá segir að íslenskum stjórnvöldum beri skylda samkvæmt alþjóðalögum að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi. Landsfundur VG ályktaði að stjórnvöld eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi og að ísraelsk stjórnvöld fari eftir úrskurðum alþjóðadómstóla.

„Stjórnvöld eiga jafnframt að styðja við málsókn Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstóli Sameinuðu þjóðanna gegn Ísrael fyrir þjóðarmorð á Gaza, beita sér fyrir alþjóðlegu vopnasölubanni til að stöðva blóðbaðið á Gaza, koma á viðskiptabanni gegn Ísrael í samstarfi við aðrar þjóðir og mótmæla hinum skilyrðislausa fjárhagslega, pólitíska og hernaðarlega stuðningi bandarískra stjórnvalda við hernaðinn á Gaza. Jafnframt telur landsfundurinn koma til álita að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael,“ segir í ályktuninni.

Hér má lesa ályktunina í heild sinni, en hún var ein margra sem var samþykkt á landsfundi VG:

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Ísrael væri undanþegið alþjóðalögum þegar kæmi að því að varpa sprengjum á spítala á Gaza"
    Loftárásir á íbúahverfi eru skilgreindar sem stríðsglæpir. Það ætti ráðherrann að vita.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
10
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár