Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Landsfundur VG fordæmir orð utanríkisráðherra

Í álykt­un VG um mál­efni Palestínu sem sam­þykkt var á lands­fundi hreyf­ing­ar­inn­ar um helg­ina seg­ir að fund­ur­inn telji um­mæli ut­an­rík­is­ráð­herra á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna „til þess fall­in að grafa und­an al­þjóða­lög­um og mann­rétt­ind­um.“

Landsfundur VG fordæmir orð utanríkisráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í ræðustól allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Mynd: Stjórnarráðið

„Fundurinn telur ummæli utanríkisráðherra Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok september ámælisverð en þar kom fram að Ísrael væri undanþegið alþjóðalögum þegar kæmi að því að varpa sprengjum á spítala á Gaza vegna þess að spítalarnir hefðu verið notaðir í ógreindum „tilgangi“.“

Þetta kemur fram í ályktun um málefni Palestínu sem landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samþykkti á landsfundi sínum sem lauk á sunnudag. 

Þá segir ennfremur: „Landsfundur telur að utanríkisráðherra beri skylda til að skýra á hvaða gögnum þessi ummæli byggja en þau eru til þess fallin að grafa undan alþjóðalögum og mannréttindum.“

Í ályktuninni lýsir landsfundur VG yfir þungum áhyggjum af þróun mála fyrir botni Miðjarðarhafs. „Í 76 ár hefur Ísrael stundað landrán á palestínsku landi og yfirgengileg mannréttindabrot á íbúum Palestínu. Í heilt ár hefur Ísrael herjað á almenna borgara keyrt áfram hernað gagnvart almennum borgurum á Gaza, einkum konur og börn,“ segir í ályktuninni, þar sem er einnig vísað til þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi í úrskurði sínum kallað framferði Ísraela gegn Palestínumönnum „líklegt“ þjóðarmorð.

Landsfundur VG ályktaði að þar séu stríðsglæpir framdir í beinni útsendingu, allt með stuðningi Vesturlanda sem útvegi Ísrael bæði vopn og pólitískan stuðning.

„Jafnframt telur landsfundurinn koma til álita að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael“
Úr ályktun landsfundar VG

Þá segir að íslenskum stjórnvöldum beri skylda samkvæmt alþjóðalögum að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi. Landsfundur VG ályktaði að stjórnvöld eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi og að ísraelsk stjórnvöld fari eftir úrskurðum alþjóðadómstóla.

„Stjórnvöld eiga jafnframt að styðja við málsókn Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstóli Sameinuðu þjóðanna gegn Ísrael fyrir þjóðarmorð á Gaza, beita sér fyrir alþjóðlegu vopnasölubanni til að stöðva blóðbaðið á Gaza, koma á viðskiptabanni gegn Ísrael í samstarfi við aðrar þjóðir og mótmæla hinum skilyrðislausa fjárhagslega, pólitíska og hernaðarlega stuðningi bandarískra stjórnvalda við hernaðinn á Gaza. Jafnframt telur landsfundurinn koma til álita að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael,“ segir í ályktuninni.

Hér má lesa ályktunina í heild sinni, en hún var ein margra sem var samþykkt á landsfundi VG:

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Allsstaðar eru portkonur zíonistasvínanna útglenntar.
    0
  • FB
    Finnur Birgisson skrifaði
    Það hefði nú verið góð blaðamennska að tilfæra orðrétt í þessari grein Heimildarinnar það sem utanríkisráðherran sagði á þingi SÞ, fyrir þá lesendur sem vilja helst hafa það sem sannara reynist.
    Það sem hún sagði:
    „There have been reports of civilian infrastructure and hospitals being used for purposes that can deprive them of their protection under international humanitarian law. This is also unaccepteble.“
    - Ekki alveg það sem VG hefur eftir henni.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það er nú bara þannig að ef spítali er notaður í hernaðarlegum tilgangi t.d. til að geyma vopn/skotfæri eða hýsa hernaðarlega stjórnstöð þá verður hann skv. alþjóðalögum að leyfilegu skotmarki.
    Svo er auðvitað álitamál, hversu langt má ganga þar sem vitað er að óbreyttir borgarar munu vera í hættu. En það er þá ekki lengur lögfræði heldur siðfræðilegs eðlis.
    -2
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Ísrael væri undanþegið alþjóðalögum þegar kæmi að því að varpa sprengjum á spítala á Gaza"
    Loftárásir á íbúahverfi eru skilgreindar sem stríðsglæpir. Það ætti ráðherrann að vita.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár