Í byrjun desember 1520 dó biskupinn á Hólum, maður um fimmtugt, Gottskálk hét hann Nikulásson. Hann var norskur að ætt og kunnur fjárafla- og atkvæðamaður. Gottskálk hafði aukið mjög við eignir Hólastóls þann aldarfjórðung sem hann hafði setið í embætti og þótti ekki ævinlega vandur að meðulum þegar hann glímdi við íslenska höfðingja og stórbokka um jarðeignir og önnur verðmæti.
En þeir voru heldur engin lömb að leika sér við.
Eins og flestir klerkar í þá daga átti Gottskálk fylgikonu, hvað sem leið opinberu banni kaþólsku kirkjunnar við hjúskap presta, og hafði eignast með henni þrjú börn. Leggið á minnið nöfnin Oddur og Guðrún. Þau koma við sögu síðar.
Réði á Hólum
Síðustu 10–12 árin af biskupstíð Gottskálks hafði séra Jón Arason orðið honum æ mikilvægari lautinant í hinni veraldlegu baráttu við höfðingjana. Jón var nú 37 ára og hafði komið vel undir sig fótunum á þjónustu við Hólabiskup, meðal …
Athugasemdir (1)