Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðmundur Ingi vill félagshyggjustjórn með VG innanborðs

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, vill að næsta rík­is­stjórn verði mynd­uð frá miðju til vinstri með Vinstri græn inn­an­borðs. Í ræðu sinni á setn­ingu lands­fund­ar VG gagn­rýndi hann bæði Við­skipta­ráð Ís­lands og Morg­un­blað­ið fyr­ir að tala skipu­lega nið­ur mennta­kerf­ið.

Guðmundur Ingi vill félagshyggjustjórn með VG innanborðs

Íformannsræðu sinni við setningu landsfundar Vinstri grænna síðdegis dag sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hann vildi að næsta ríkisstjórn yrði sterk félagshyggjustjórn. Hann vill að stjórnin verði mynduð frá miðju til vinstri og hafi Vinstri græn innanborðs. 

„Í slíkri stjórn væri hægt að taka enn stærri skref en við höfum tekið í velferðar- og menntamálum og í umhverfis- og náttúruverndarmálum. Ísland þarf á slíkri stjórn að halda og kannski aldrei meira en nú,“ sagði hann. 

Guðmundur Ingi sagðist vita að stjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hvíldi þungt á fólki. „Og eðlilega. Eins og þið þekkið mæta vel var stofnað til þess í upphafi eftir að pólitískt gjörningaveður hafði gengið yfir þjóðina.“

Þá spurði hann upphátt hvort þau þrjú stjórnmálaöfl sem skipuðu ríkisstjórnina myndu vinna aftur saman eftir næstu kosningar. „Svarið er held ég flestum augljóst,“ segir hann.

Þörf fyrir náttúruverndarpólitík

Guðmundur Ingi sagði augljóst að þörf væri fyrir kraftmikla náttúruverndarpólitík, líkt og Vinstri græn stunduðu. Ástæðuna væri hægt að finna í orðræðu ýmissa stjórnmálaafla um gríðarlegan orkuskort. Nefndi hann þar Samfylkinguna og Viðreisn sem dæmi. 

„Því miður hefur kapítalistunum tekist að rugla umræðuna alveg stórkostlega og telja fólki trú um að samasemmerki sé á milli loftslagsmála og nýrra virkjana, eða grænnar orku. En þetta er rangt. Við þurfum ekki alla þessa orku,“ sagði Guðmundur Ingi. Hann þvertók þó ekki fyrir að virkja þyrfti, en þar þyrfti að fara varlega. 

„Hér er rými fyrir umhverfisverndarhreyfingu að stíga inn af afli og festu. Einmitt til að mæta einföldun og tala gegn grímulausum hagsmunaöflum sem smætta heilan málaflokk niður í tvö orð: Græna orku.“

Gagnrýndi Viðskiptaráð og Morgunblaðið

Guðmundur ítrekaði að VG höfnuðu frekari einkavæðingu í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og uppskar við það mikið lófatak viðstaddra. Þá ættu grunninnviðir og menntakerfið ekki að vera í eigu einkaaðila, heldur hins opinbera.

„Að umræðunni um menntamál undanfarið, þar sem Viðskiptaráð hefur beitt sér af þunga. Bendir það kannski til þess að þar eygi menn gróðavon?“ segir Guðmundur. Hann segir að menntakerfið, og grunnskólakerfið sérstaklega, væri skipulega talað niður, og þar hefði Morgunblaðið forystu. „Gefið í skyn að það sé ónýtt, og óstjórn ríki. Það væri þá aldrei í þeim tilgangi að hvetja til einkavæðingar,“ sagði Guðmundur Ingi. 

Undir lok ræðu sinnar þakkaði starfandi formaðurinn fyrir stuðninginn sem hann hefði fengið, það hefði verið heiður að gegna embættinu. „Við eigum mikið inni kæru félagar, en við eigum líka langan veg fyrir höndum að öðlast aukið traust og trú fólks á okkur og því sem við stöndum fyrir.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár