Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Guðmundur Ingi vill félagshyggjustjórn með VG innanborðs

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, vill að næsta rík­is­stjórn verði mynd­uð frá miðju til vinstri með Vinstri græn inn­an­borðs. Í ræðu sinni á setn­ingu lands­fund­ar VG gagn­rýndi hann bæði Við­skipta­ráð Ís­lands og Morg­un­blað­ið fyr­ir að tala skipu­lega nið­ur mennta­kerf­ið.

Guðmundur Ingi vill félagshyggjustjórn með VG innanborðs

Íformannsræðu sinni við setningu landsfundar Vinstri grænna síðdegis dag sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hann vildi að næsta ríkisstjórn yrði sterk félagshyggjustjórn. Hann vill að stjórnin verði mynduð frá miðju til vinstri og hafi Vinstri græn innanborðs. 

„Í slíkri stjórn væri hægt að taka enn stærri skref en við höfum tekið í velferðar- og menntamálum og í umhverfis- og náttúruverndarmálum. Ísland þarf á slíkri stjórn að halda og kannski aldrei meira en nú,“ sagði hann. 

Guðmundur Ingi sagðist vita að stjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hvíldi þungt á fólki. „Og eðlilega. Eins og þið þekkið mæta vel var stofnað til þess í upphafi eftir að pólitískt gjörningaveður hafði gengið yfir þjóðina.“

Þá spurði hann upphátt hvort þau þrjú stjórnmálaöfl sem skipuðu ríkisstjórnina myndu vinna aftur saman eftir næstu kosningar. „Svarið er held ég flestum augljóst,“ segir hann.

Þörf fyrir náttúruverndarpólitík

Guðmundur Ingi sagði augljóst að þörf væri fyrir kraftmikla náttúruverndarpólitík, líkt og Vinstri græn stunduðu. Ástæðuna væri hægt að finna í orðræðu ýmissa stjórnmálaafla um gríðarlegan orkuskort. Nefndi hann þar Samfylkinguna og Viðreisn sem dæmi. 

„Því miður hefur kapítalistunum tekist að rugla umræðuna alveg stórkostlega og telja fólki trú um að samasemmerki sé á milli loftslagsmála og nýrra virkjana, eða grænnar orku. En þetta er rangt. Við þurfum ekki alla þessa orku,“ sagði Guðmundur Ingi. Hann þvertók þó ekki fyrir að virkja þyrfti, en þar þyrfti að fara varlega. 

„Hér er rými fyrir umhverfisverndarhreyfingu að stíga inn af afli og festu. Einmitt til að mæta einföldun og tala gegn grímulausum hagsmunaöflum sem smætta heilan málaflokk niður í tvö orð: Græna orku.“

Gagnrýndi Viðskiptaráð og Morgunblaðið

Guðmundur ítrekaði að VG höfnuðu frekari einkavæðingu í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og uppskar við það mikið lófatak viðstaddra. Þá ættu grunninnviðir og menntakerfið ekki að vera í eigu einkaaðila, heldur hins opinbera.

„Að umræðunni um menntamál undanfarið, þar sem Viðskiptaráð hefur beitt sér af þunga. Bendir það kannski til þess að þar eygi menn gróðavon?“ segir Guðmundur. Hann segir að menntakerfið, og grunnskólakerfið sérstaklega, væri skipulega talað niður, og þar hefði Morgunblaðið forystu. „Gefið í skyn að það sé ónýtt, og óstjórn ríki. Það væri þá aldrei í þeim tilgangi að hvetja til einkavæðingar,“ sagði Guðmundur Ingi. 

Undir lok ræðu sinnar þakkaði starfandi formaðurinn fyrir stuðninginn sem hann hefði fengið, það hefði verið heiður að gegna embættinu. „Við eigum mikið inni kæru félagar, en við eigum líka langan veg fyrir höndum að öðlast aukið traust og trú fólks á okkur og því sem við stöndum fyrir.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár