Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðmundur Ingi vill félagshyggjustjórn með VG innanborðs

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, vill að næsta rík­is­stjórn verði mynd­uð frá miðju til vinstri með Vinstri græn inn­an­borðs. Í ræðu sinni á setn­ingu lands­fund­ar VG gagn­rýndi hann bæði Við­skipta­ráð Ís­lands og Morg­un­blað­ið fyr­ir að tala skipu­lega nið­ur mennta­kerf­ið.

Guðmundur Ingi vill félagshyggjustjórn með VG innanborðs

Íformannsræðu sinni við setningu landsfundar Vinstri grænna síðdegis dag sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hann vildi að næsta ríkisstjórn yrði sterk félagshyggjustjórn. Hann vill að stjórnin verði mynduð frá miðju til vinstri og hafi Vinstri græn innanborðs. 

„Í slíkri stjórn væri hægt að taka enn stærri skref en við höfum tekið í velferðar- og menntamálum og í umhverfis- og náttúruverndarmálum. Ísland þarf á slíkri stjórn að halda og kannski aldrei meira en nú,“ sagði hann. 

Guðmundur Ingi sagðist vita að stjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hvíldi þungt á fólki. „Og eðlilega. Eins og þið þekkið mæta vel var stofnað til þess í upphafi eftir að pólitískt gjörningaveður hafði gengið yfir þjóðina.“

Þá spurði hann upphátt hvort þau þrjú stjórnmálaöfl sem skipuðu ríkisstjórnina myndu vinna aftur saman eftir næstu kosningar. „Svarið er held ég flestum augljóst,“ segir hann.

Þörf fyrir náttúruverndarpólitík

Guðmundur Ingi sagði augljóst að þörf væri fyrir kraftmikla náttúruverndarpólitík, líkt og Vinstri græn stunduðu. Ástæðuna væri hægt að finna í orðræðu ýmissa stjórnmálaafla um gríðarlegan orkuskort. Nefndi hann þar Samfylkinguna og Viðreisn sem dæmi. 

„Því miður hefur kapítalistunum tekist að rugla umræðuna alveg stórkostlega og telja fólki trú um að samasemmerki sé á milli loftslagsmála og nýrra virkjana, eða grænnar orku. En þetta er rangt. Við þurfum ekki alla þessa orku,“ sagði Guðmundur Ingi. Hann þvertók þó ekki fyrir að virkja þyrfti, en þar þyrfti að fara varlega. 

„Hér er rými fyrir umhverfisverndarhreyfingu að stíga inn af afli og festu. Einmitt til að mæta einföldun og tala gegn grímulausum hagsmunaöflum sem smætta heilan málaflokk niður í tvö orð: Græna orku.“

Gagnrýndi Viðskiptaráð og Morgunblaðið

Guðmundur ítrekaði að VG höfnuðu frekari einkavæðingu í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og uppskar við það mikið lófatak viðstaddra. Þá ættu grunninnviðir og menntakerfið ekki að vera í eigu einkaaðila, heldur hins opinbera.

„Að umræðunni um menntamál undanfarið, þar sem Viðskiptaráð hefur beitt sér af þunga. Bendir það kannski til þess að þar eygi menn gróðavon?“ segir Guðmundur. Hann segir að menntakerfið, og grunnskólakerfið sérstaklega, væri skipulega talað niður, og þar hefði Morgunblaðið forystu. „Gefið í skyn að það sé ónýtt, og óstjórn ríki. Það væri þá aldrei í þeim tilgangi að hvetja til einkavæðingar,“ sagði Guðmundur Ingi. 

Undir lok ræðu sinnar þakkaði starfandi formaðurinn fyrir stuðninginn sem hann hefði fengið, það hefði verið heiður að gegna embættinu. „Við eigum mikið inni kæru félagar, en við eigum líka langan veg fyrir höndum að öðlast aukið traust og trú fólks á okkur og því sem við stöndum fyrir.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár