Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
Lögreglan á Norðurlandi eystra birti yfirlýsinguna á Facebook en Páley Borgþórsdóttir er þar lögreglustjóri. Lögmaður konunnar og formaður Blaðamannafélags Íslands lýsa yfir undrun sinni á yfirlýsingunni. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Það eina rétta er að kalla eftir opinberri rannsókn á þessum vinnubrögðum lögreglunnar,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar en hún var sakborningur í máli sem lögreglan á Norðurlandi eystra felldi niður í liðinni viku. 

Þrjú og hálft ár eru síð­an Páll tilkynnti meint brot til lög­reglu, eða í maímánuði 2021. Auk konunnar höfðu sex blaðamenn réttarstöðu sakbornings í málinu. Lögreglan tilkynnti í Facebookfærslu að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta rannsókninni. Þá hafði rannsóknin staðið yfir í þrjú og hálft ár. 

Í þessum sama mánuði, maí 2021, birtu Kjarninn og Stundin, forverar Heimildarinnar, fjölda frétta og fréttaskýringa sem byggð voru á gögnum sem sýndu hvernig stjórn­­­end­­­ur, starfs­­­fólk og ráð­gjafar Sam­herja höfðu lagt á ráðin um að ráð­­­ast gegn nafn­­­greindum blaða­­­mönn­um, lista­­­mönn­um, stjórn­­­­­mála­­­mönn­um, félaga­­­sam­­­tökum og ýmsum öðrum til að hafa af þeim æruna, trú­verð­ug­­­leik­ann eða lífs­við­­­ur­vær­ið. Gögnin áttu uppruna sinn í samskiptum hóps fólks sem kallaði sig „Skæruliðadeild Samherja“; Þorbjörn Þórðarson, Arna Bryndís Baldvins McClure og Páll Steingrímsson.

Lögreglurannsóknin sneri að meintri byrlun, afritun á upplýsingum af síma og dreifingu á kynferðislegu efni. Konan var til rannsókna vegna allra þessara þriggja þátta. 

Yfirlýsing sem lögreglan á Norðurlandi eystra birti á Facebook var bæði löng og ítarleg, þar sem lögreglan sagðist meðal annars vera að birta niðurstöður rannsóknar sinnar. 

Rangt á rangt ofan

Þar sagði meðal annars: „Framburður sakbornings sem afhenti fjölmiðlum símann hefur verið stöðugur allan tímann sem rannsóknin hefur staðið um að hann hafi afhent fjölmiðlum símann.“. Þetta segir Hólmgeir vera rangt. 

„Ég hef upplýsingar undir höndum sem draga fram að það sem þau eru að segja er hreinlega ósatt“
Hólmgeir Elías Flosason

„Sakborningurinn hefur einnig verið stöðugur í framburði um að hafa upplýst þá sem tóku við símanum hvernig síminn væri til kominn og hver ætti símann.“ Þetta segir Hólmgeir einnig vera rangfærslu hjá lögreglunni.

Í Facebookfærslunni segir lögreglan einnig að það liggi fyrir að einn sakborninga, umrædd kona, hafi játað að hafa sett lyf út í áfengi sem hún færði Páli og hann drakk. Þá er fullyrt að lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra telji þessa háttsemi varða við hegningarlög. Síðan er settur við þetta sá fyrirvari að ekki hafi verið sönnuð „orsakatengsl á milli byrlunar og veikinda brotaþola“ en „ef“ hægt væri að sanna þau þá væri þó „ekki líklegt að ákæruvaldinu tækist að sanna ásetning sakbornings til að valda brotaþola þeim skaða sem hann varð fyrir. Þá er vísað til andlegs ástands sakbornings á verknaðarstundu og eftirfarandi veikindi hans.  Af framangreindum ástæðum hefur verið ákveðið að hætta rannsókn á þessu sakarefni í málinu.“ Þrátt fyrir þetta staðhæfir lögreglan í sömu efnisgrein að hún telji konuna hafa gerst brotlega við landslög. 

Gagnrýnir tvískinnung  lögreglunnar

Þá fullyrðir lögreglan einnig í færslunni að hún telji sakarefni um að dreifa kynferðislegu myndefni af brotaþola „sé líklegt til sakfellis á hendur einum einstaklingi“. Þarna er átt við umrædda konu, enda segir í næstu setningu: „Brotið felst í því að sakborningur sendi sjálfum sér kynferðislegt myndefni af eiginmanni sínum úr síma hans.“ Því næst kemur hins vegar fram: „Vegna veikinda sakbornings leikur vafi á um hvort hann hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. Sakborningur hefur hafnað beiðni um að undirgangast sakhæfismat og því hefur verið ákveðið að hætta rannsókn á þessum þætti málsins.“.

Hólmgeir segir það tvískinnung að lögregla vísi á þennan hátt til veikinda konunnar „þegar á sama tíma fannst þeim algjörlega tilhlýðlegt að draga hana í tvígang fyrir dóm í aðalmeðferð. Þeir mátu það þannig að hún væri til þess bær að koma fyrir dóm. Þá var bæði hún og blaðamennirnir með réttarstöðu sakborninga misserum og árum saman án þess að lögreglan gerði handtak í rannsókninni,“ segir hann. 

„Þetta eru eftiráskýringar. Lögreglan er þarna að breiða yfir eigin klúður, eigin mistök“
Hólmgeir Elías Flosason

Þá segist Hólmgeir bæði hafa fengið gögn og upplýsingar sem dragi sannleiksgildi ýmissa atriða yfirlýsingu lögreglunnar í efa: „Þetta eru eftiráskýringar. Lögreglan er þarna að breiða yfir eigin klúður, eigin mistök,“ segir hann. 

Lögreglan segir til að mynda í Facebookfærslunni að henni þyki miður hve langan tíma rannsóknin tók „ en gildar skýringar eru á því. Rannsóknin var engu að síður samfelld. Veikindi eins sakbornings höfðu mikil áhrif á gang rannsóknarinnar…“. Hólmgeir setur sömuleiðis spurningamerki við að lögreglan beri fyrir sig veikindi konunnar með þessum hætti. „Ég hef upplýsingar undir höndum sem draga fram að það sem þau eru að segja er hreinlega ósatt. Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda,“ segir hann. 

„Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda“
Hólmgeir Elías Flosason

Hólmgeir telur alvarlegt að lögregla gangi fram gegn borgurum með þeim hætti sem hún geri í yfirlýsingunni en hann kallar sömuleiðis eftir að opinber rannsókn fari fram á vinnubrögðum lögreglunnar í málinu öllu: „Það er ekki hægt að láta þetta bara kyrrt liggja. Ég get ekki séð að þessu máli sé lokið,“ segir hann. 

Yfirlýsing lögreglu einsdæmi

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnaði á dögunum þeirri niðurstöðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra að hætta rannsókninni, en sex blaðamenn höfðu þar réttarstöðu sakbornings. Hún gagnrýndi hins vegar yfirlýsinguna sem lögreglan birti á Facebook. 

 

„Við erum búin að láta lögmann okkar skoða þetta og hann bara staðfestir það sem við álitum og teljum af okkar reynslu að þetta sé í rauninni bara einsdæmi. Að lögreglan með þessum hætti sé að lýsa afstöðu sinni í málinu. Þar segja þeir að sakborningar gætu hafa sýnt af sér atferli sem flokkast getur undir brot á framangreindum ákvæðum,“ sagði hún í samtali við Heimildina sama dag og yfirlýsingin var birt.

Þá velti Sigríður fyrir sér hvað lögreglu gangi til með að birtingunni og hún kannist ekki við að lögregla hafi tjáð sig með viðlíka hætti um afstöðu sína til fyrrverandi sakborninga eftir að málið hefur verið fellt niður.

„Það er bara stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti.  En mér finnst þetta bara í takt við vinnubrögð lögreglu í þessu öllu og alls ekki til þess að auka traust almennings á lögreglu og rannsókn hennar á þessu máli,“ sagði hún.


Fyrirvari: Í greininni er fjallað um hagsmuni blaðamanna sem starfa eða störfuðu á Heimildinni.

 

Kjósa
83
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
    Lögmaður konunnar virðist svo bara eftir alltsaman ekki vera lögmaður konunnar. Þurfið þið ekki að uppfæra "fréttina"?

    https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/04/kallar_eftir_rannsokn_en_talar_ekki_i_umbodi_konunn/
    0
  • Vilhjálmur Þorsteinsson skrifaði
    Fúskið í þessari rannsókn allri var þvílíkt að manni fallast hendur og missir trú á réttarríkið hérlendis. Málið dansar raunar allt á egg rakhnífs Hanlons, sem sagði á frummálinu "Never attribute to malice that which is adequately explained by stupidity", eða "Ekki rekja það til ills ásetnings sem unnt er að útskýra nægilega með heimsku". Var þetta hversdagsleg nautheimska hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra, eða lá að baki ásetningur um að þóknast einu ríkasta og valdamesta fyrirtæki landsins sem þar er með höfuðstöðvar, þ.e. Samherja? Það að svarið við þeirri spurningu liggi engan veginn í augum uppi er verulega alvarlegt mál.
    23
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Auðvitað þarf að rannsaka þetta mál hjá lögreglunni. Þetta er spillt lögga.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
3
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár