Evrópuráðsþingið: Julian Assange var pólitískur fangi

Evr­ópu­ráðs­þing­ið hef­ur skil­greint Ju­li­an Assange sem póli­tísk­an fanga. Írsk­ur þing­mað­ur ráðs­ins seg­ir það vera eitt af bestu augna­blik­um Evr­ópu­ráðs­þings­ins. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir náði að sam­eina meiri­hluta Evr­ópu­ráðs­ins með rök­um sín­um.

Evrópuráðsþingið: Julian Assange var pólitískur fangi
Samsett Julian Assange og Þórhildur Sunna. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Hundrað dögum eftir að Julian Assange yfirgaf Belmarsh-öryggisfangelsið, þá búinn að dvelja í fimm ár í þröngum klefa, skilgreindi þing Evrópuráðsins hann sem pólitískan fanga meðan á varðhaldinu í Englandi stóð. Þá má segja að hann hafi verið frelsissviptur í samtals fjórtán ár.

Tíðindi þessi marka skil í bæði sögu hans og sögu fjölmiðlafrelsis. Aðdragandi þeirra var skýrsla sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vann um varðhald Julian Assange.

Skýrsla þessi var lögð var fyrir laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins – sem ýmsir kalla samvisku Evrópu.

Þórhildur Sunna ávarpaði ráðið meðal annars með þeim rökum að Julian hafi verið pólitískur fangi í skilningi þeim sem Evrópuráðið setur: Evrópuráðið er með skilgreiningu á pólitískum fanga, hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að geta talist pólitískur fangi, útskýrir Þórhildur Sunna í samtali við Heimildina. Í rauninni greini ég það í skýrslunni.

Eins var kallað eftir því að bandarísk yfirvöld efndu til óhlutdrægrar rannsóknar á ásökunum sem WikiLeaks afhjúpaði.

Bresk yfirvöld gagnrýnd

Julian var sakaður um að hafa brotið á 17 liðum út frá þjóðernislögum sem samin voru til að fanga útlenska njósnara í Bandaríkjunum. Bandaríkjastjórn er með áheyrnaraðild að Evrópu og sætti gagnrýni af þessu tilefni. Skorað var á bandarísk yfirvöld að endurbæta njósnalög sín sem leitt hafa til harkalegra ákæra gegn blaðamönnum og útgefendum.

Eins kallaði Evrópuráðsþingið eftir því að bandarísk yfirvöld efndu til óhlutdrægrar rannsóknar á ásökunum sem WikiLeaks afhjúpaði og þá jafnframt á þeim sem tengjast mannréttindabrotum.

Julian Assange horfði fram á lífstíðarfangelsi og jafnvel hættu á líflátsdómi vegna þessara laga – þegar gerðir hans miðuðust að því að safna upplýsingum og birta þær.

Þá voru bresk yfirvöld gagnrýnd fyrir að hafa ekki náð að vernda tjáningarfrelsi hans.

Gengið út í frelsiðPólitískur fangi gengur út í frelsið og tekur flugið.

Óumflýjanleg niðurstaða

Ákæran sem lögð var fram á hendur honum var í 17 liðum og hefði Julian getað átt von á 175 ára fangelsisdómi hefði hann verið sakfelldur fyrir ákæruliðina. Í skýrslunni setur Þórhildur Sunna ákæruna í samhengi við það sem hann var, undir njósnalöggjöfinni, sakfelldur fyrir: Að stunda blaðamennsku.

Sem gerir það að verkum að óumflýjanlegt er að komast að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið pólitískur fangi, segir Þórhildur Sunna sem lagði jafnframt áherslu á að meðferðin á honum hafi haft kælandi áhrif á fjölmiðlafrelsi út um allan heim.

Skýrslan var lögð fyrir þingið og kosið var um ályktun þess. Atkvæði fóru svo að 88 kusu honum í hag, 13 gegn skilgreiningunni og 20 sátu hjá.

Skýrslan var ekki óumdeild en athygli vekur og merkilegt er að sjá íslenskan þingmann ná því að sameina meirihluta Evrópuráðsins.

Það var kannski stærsta áskorunin, að ná þessu í gegn, segir Þórhildur Sunna.

Það voru ekki allir sammála og ég þurfti að eiga í talsverðum samskiptum við samþingmenn mína til þess að ná sem flestum á þessa niðurstöðu. En auðvitað lá gríðarlega mikil vinna að baki þessari niðurstöðu. Ég hafði talað við fjölda sérfræðinga, greint málsatvik mjög ítarlega og borið þau saman við skilgreiningu Evrópuráðsþingsins á pólitískum fanga. Af því öllu afstöðnu blasti við að ekki væri hægt að komast að neinni annarri niðurstöðu enda augljóst að skilyrðin voru uppfyllt. Það blasti við að þetta væri rétt niðurstaða.

„Það blasti við að þetta væri rétt niðurstaða“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
þingmaður Pírata

 Hans endurkoma í hinn frjálsa og lýðræðislega heim

Í sjálfu sér er niðurstaðan áhersla á að frelsi fjölmiðla sé undirstaða fyrir virkni frjálslyndra lýðræðisríkja. Þar með var viðurkennt það hlutskipti Julian Assange að hafa afhjúpað upplýsingar sem lýstu upp möguleg mannréttindabrot og stríðsglæpi.

Írskur þingmaður ráðsins, Paul Gavan, flutti meðal annars ræðu og sagði þetta vera eitt af bestu augnablikum Evrópuráðsþingsins.

Fannst þér þú vera að lifa sögulega stund?

Ég hafði hitt Julian í Belmarsh-fangelsi í maí síðastliðnum. Þá gerði ég mér ekki í hugarlund að ég myndi hitta hann aftur sem frjálsan mann nokkrum mánuðum síðar. Það að hann hafi gert sér ferð alla þessa leið til þess að koma fyrir nefndina mína og að hann hafi valið þann viðburð sem sína fyrstu opinberu framkomu eftir að hann fékk frelsi var auðvitað mjög stórt í mínum huga. Ég upplifði það sem sögulega stund, þetta var hans endurkoma í hinn frjálsa og lýðræðislega heim og mér fannst ótrúlega merkilegt að vera hluti af þeim viðburði.

Hvernig blasti Julian við þér á sögulegri stund?

Mjög yfirvegaður en ánægður með niðurstöðuna.

Varstu viðbúin þessari niðurstöðu?

Ég var ekki viss alveg fram á síðustu stundu hvort að þetta tækist en var auðvitað vongóð. Að öll sú vinna sem ég og margir sem hjálpuðu mér höfðum lagt í þetta væri nóg til þess að ná fram þessari niðurstöðu, svarar Þórhildur Sunna. Aðspurð segir hún að um eitt og hálft ár hafi liðið frá því að hugmyndin kviknaði um að leggja til að skýrslan yrði gerð og þangað til hún var afgreidd á Evrópuráðsþinginu.

Hvaða þýðingu telur þú að þetta hafi fyrir blaðamennsku og frelsi hennar?

Það að Julian hafi verið dæmdur fyrir brot á njósnalöggjöfinni í Bandaríkjunum fyrir að stunda blaðamennsku var gríðarlegt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í heiminum og mjög hættulegt fordæmi. Þannig að mikilvægi þess að þessi ályktun hafi verið samþykkt felst fyrst og fremst í því að þarna hafnar Evrópuráðið þessari sakfellingu, segir hana hafa verið brot á mannréttindum og skorar á Bandaríkin að breyta þessari löggjöf. Svo þetta geti ekki endurtekið sig,“ segir hún sem lagði áherslu á að Julian hefði verið pólitískur fangi og jafnframt að varðhaldið og sakfelling á honum hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölmiðlafrelsi í heiminum.

„Við þurfum öll að standa saman, svo línan megi vera skýr, ritskoðun á blaðamanni hvar sem er dreifir ritskoðun sem á endanum getur haft áhrif á okkur öll“
Julian Assange

Julian: Við þurfum öll að standa saman

Segja má að meðferðin á Julian Assange, ákæran jafnt sem varðhaldið og annað, segi ekki síðri sögu en afhjúpanir hans á sínum tíma. Mál þetta virðist halda áfram að afhjúpa ákveðna virkni voldugra ríkja, ekki síst Bandaríkjanna, en um leið undirlægjuhátt annarra ríkja gagnvart Bandaríkjunum. Þá fær græskulaus áhorfandi ekki betur séð en það lýsi upp misbeitingu valds og mögulegt samkrull réttarkerfa og stjórnvalda í fleiri en einu landi.

Við þurfum öll að standa saman, svo línan megi vera skýr, ritskoðun á blaðamanni hvar sem er dreifir ritskoðun sem á endanum getur haft áhrif á okkur öll, sagði Julian í meitluðum málflutningi sínum af þessu tilefni en hægt er að horfa á hann flytja mál sitt í streyminu:

Þar gefst kostur á að öðlast djúpa innsýn ekki aðeins í mál hans heldur líka margt sem málið hefur lýst upp og tendrað alvarlegar áhyggjur um virkni í meintum lýðræðisríkjum. Eins má fylgjast með fyrirtöku málsins og Þórhildi Sunnu flytja stytta ræðu vegna flensu hér.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
7
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
8
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár