Það er góður dagur, meira að segja sól og allt saman. Hvað erum við að biðja um meira?“ segir bílstjóri Maríuhúss, þegar blaðamann Heimildarinnar ber að garði. Maríuhús er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma og hefur aðsetur á hjúkrunarheimilinu Skjóli á Kleppsvegi.
Skjól hóf starfsemi fyrir 36 árum og er fyrsta hjúkrunarheimilið í Reykjavík sem er byggt eingöngu fyrir hjúkrunarrými. Íbúar á Skjóli eru rétt rúmlega hundrað og umönnun þeirra er mestmegnis í höndum starfsfólks af erlendum uppruna. Yfir helmingur starfsfólks Skjóls er af erlendum uppruna og er það í takt við fjölgun sem greina má í gögnum frá stéttarfélaginu Eflingu; síðastliðin fjögur ár hefur starfsfólki af erlendum uppruna sem vinnur hjá hjúkrunarheimilum fjölgað úr 29 prósentum í 43 prósent.
Úr saumaskap í umönnun
Zlata Cogic sest niður með blaðamanni á meðan íbúar njóta samveru- og …
Athugasemdir