Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Ég hefði setið lengur ef ekki hefði verið fyrir þetta ákvæði“

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við hæsta­rétt, er gagn­rýn­inn á að hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar fái full laun út æv­ina ef þeir hætta þar störf­um við 65 ára ald­ur. Þeir sem starfa til sjö­tugs fá hins veg­ar venju­leg eft­ir­laun. Sjálf­ur lét Jón Stein­ar af störf­um 65 ára.

„Ég hefði setið lengur ef ekki hefði verið fyrir þetta ákvæði“
Ætti að breyta Allir sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðu þau tíu ár sem liðin eru frá því Jón Steinar lét af embætti dómara, aðeins 65 ára gamall, hafa séð að það gerði hann ekki vegna brostinna krafta eða heilsu. Enda gengst hann fúslega við því að þar hafi annað ráðið för. Mynd: Heiða Helgadóttir

ÍÍ stjórnarskránni íslensku er sérstaklega fjallað um sjálfstæði dómstóla. Í 61. grein er svo áréttað að dómarar skuli einungis dæma eftir lögum, óháð afskiptum stjórnvalda til dæmis. Þeir eru til að mynda varðir því að verða ekki reknir nema með dómi. Síðan segir í lokamálsgrein: „Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.“

Síðasta setningin í þessari grein hefur verið nær óbreytt frá því Íslendingar fengu fyrst stjórnarskrá úr hendi Danakonungs á seinni hluta 19. aldar. Ein breyting var þó gerð á orðalagi þessarar greinar árið 1991, þegar stjórnarskrá var breytt. Áður var þar vísað til dómara, en sérstaklega talað um hæstaréttardómara, eftir breytinguna.

Áður og eftir hafa dómarar við Hæstarétt – og stjórnvöld – ákveðið að túlka þetta orðalag stjórnarskrár þannig, að ef hæstaréttardómarar bæðu um að vera leystir frá störfum 65 ára væri það samþykkt. Dómarar fengju þannig áfram full laun. Ekki bara út starfsævina, heldur ævina á enda.

Þetta kemur fram í forsíðuumfjöllun nýjasta tölublaðs Heimildarinnar.

„Í fljótu bragði finnst mér ekki ósanngjarnt að taka full laun svona lengi“
Hjördís Hákonardóttir
fyrrverandi hæstaréttardómari

Heimildin ræddi við nokkra af þeim mörgu hæstaréttardómurum sem hafa nýtt sér þetta ákvæði á undanförnum árum. Margir voru þeir illfáanlegir til að tjá sig um málið opinberlega en viðurkenndu þó sumir að líklega væri þetta ákvæði úrelt og þörf á að breyta. Hvatinn til að hætta fyrr en ella væri augljós og orðin regla frekar en hitt. Á meðan sögðu aðrir ekkert óeðlilegt við þessi kjör.

 „Ég hefði setið lengur ef ekki hefði verið fyrir þetta ákvæði, það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við réttinn, sem hætti þar árið 2012, eftir átta ára setu. „Ég tel að þetta sé óeðlilegur arfur einhverra gamalla tíma, þar sem aðstæður voru allt öðruvísi og tilgangurinn annar en þessi.“

„Í fljótu bragði finnst mér ekki ósanngjarnt að taka full laun svona lengi,“ sagði Hjördís Hákonardóttir, sem sat í Hæstarétti í fjögur, frá 2006 til 2010.

„Það er eðlilega misjafnt hvað fólk er langlíft svo það er ekkert hægt að ganga út frá því sem vísu að þetta þýði að launin séu greidd til áratuga. Ég er þeirrar skoðunar að kjör dómara séu ekki svo góð að það sé ástæða til að breyta þessu.“

Margir dómarar hafa fengist við önnur störf eftir að hafa stigið upp úr dómarasætinu. Farið í aftur í lögmennsku eða ráðgjöf eins og til að mynda Jón Steinar og Eiríkur Tómasson. Aðrir hafa tekið að sér kennslu eða stöður prófessora við háskóla, eins og Viðar Már Matthíasson, enn aðrir svo jafnvel sinnt  nefndarstörfum fyrir ríkið.

Þessi störf og laun fyrir þau eða önnur, skerða þó í engu þann launatékka sem þeim berst um hver mánaðamót frá ríkissjóði, í formi dómaralauna við Hæstarétt.

Hér má lesa greinina í heild sinni:

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Á það ekki við okkur öll þó svo við búum ekki við slík öfurkjör?

    "Það er eðlilega misjafnt hvað fólk er langlíft svo það er ekkert hægt að ganga út frá því sem vísu að þetta þýði að launin séu greidd til áratuga...."
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
5
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár