Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Ég hefði setið lengur ef ekki hefði verið fyrir þetta ákvæði“

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við hæsta­rétt, er gagn­rýn­inn á að hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar fái full laun út æv­ina ef þeir hætta þar störf­um við 65 ára ald­ur. Þeir sem starfa til sjö­tugs fá hins veg­ar venju­leg eft­ir­laun. Sjálf­ur lét Jón Stein­ar af störf­um 65 ára.

„Ég hefði setið lengur ef ekki hefði verið fyrir þetta ákvæði“
Ætti að breyta Allir sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðu þau tíu ár sem liðin eru frá því Jón Steinar lét af embætti dómara, aðeins 65 ára gamall, hafa séð að það gerði hann ekki vegna brostinna krafta eða heilsu. Enda gengst hann fúslega við því að þar hafi annað ráðið för. Mynd: Heiða Helgadóttir

ÍÍ stjórnarskránni íslensku er sérstaklega fjallað um sjálfstæði dómstóla. Í 61. grein er svo áréttað að dómarar skuli einungis dæma eftir lögum, óháð afskiptum stjórnvalda til dæmis. Þeir eru til að mynda varðir því að verða ekki reknir nema með dómi. Síðan segir í lokamálsgrein: „Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.“

Síðasta setningin í þessari grein hefur verið nær óbreytt frá því Íslendingar fengu fyrst stjórnarskrá úr hendi Danakonungs á seinni hluta 19. aldar. Ein breyting var þó gerð á orðalagi þessarar greinar árið 1991, þegar stjórnarskrá var breytt. Áður var þar vísað til dómara, en sérstaklega talað um hæstaréttardómara, eftir breytinguna.

Áður og eftir hafa dómarar við Hæstarétt – og stjórnvöld – ákveðið að túlka þetta orðalag stjórnarskrár þannig, að ef hæstaréttardómarar bæðu um að vera leystir frá störfum 65 ára væri það samþykkt. Dómarar fengju þannig áfram full laun. Ekki bara út starfsævina, heldur ævina á enda.

Þetta kemur fram í forsíðuumfjöllun nýjasta tölublaðs Heimildarinnar.

„Í fljótu bragði finnst mér ekki ósanngjarnt að taka full laun svona lengi“
Hjördís Hákonardóttir
fyrrverandi hæstaréttardómari

Heimildin ræddi við nokkra af þeim mörgu hæstaréttardómurum sem hafa nýtt sér þetta ákvæði á undanförnum árum. Margir voru þeir illfáanlegir til að tjá sig um málið opinberlega en viðurkenndu þó sumir að líklega væri þetta ákvæði úrelt og þörf á að breyta. Hvatinn til að hætta fyrr en ella væri augljós og orðin regla frekar en hitt. Á meðan sögðu aðrir ekkert óeðlilegt við þessi kjör.

 „Ég hefði setið lengur ef ekki hefði verið fyrir þetta ákvæði, það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við réttinn, sem hætti þar árið 2012, eftir átta ára setu. „Ég tel að þetta sé óeðlilegur arfur einhverra gamalla tíma, þar sem aðstæður voru allt öðruvísi og tilgangurinn annar en þessi.“

„Í fljótu bragði finnst mér ekki ósanngjarnt að taka full laun svona lengi,“ sagði Hjördís Hákonardóttir, sem sat í Hæstarétti í fjögur, frá 2006 til 2010.

„Það er eðlilega misjafnt hvað fólk er langlíft svo það er ekkert hægt að ganga út frá því sem vísu að þetta þýði að launin séu greidd til áratuga. Ég er þeirrar skoðunar að kjör dómara séu ekki svo góð að það sé ástæða til að breyta þessu.“

Margir dómarar hafa fengist við önnur störf eftir að hafa stigið upp úr dómarasætinu. Farið í aftur í lögmennsku eða ráðgjöf eins og til að mynda Jón Steinar og Eiríkur Tómasson. Aðrir hafa tekið að sér kennslu eða stöður prófessora við háskóla, eins og Viðar Már Matthíasson, enn aðrir svo jafnvel sinnt  nefndarstörfum fyrir ríkið.

Þessi störf og laun fyrir þau eða önnur, skerða þó í engu þann launatékka sem þeim berst um hver mánaðamót frá ríkissjóði, í formi dómaralauna við Hæstarétt.

Hér má lesa greinina í heild sinni:

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Á það ekki við okkur öll þó svo við búum ekki við slík öfurkjör?

    "Það er eðlilega misjafnt hvað fólk er langlíft svo það er ekkert hægt að ganga út frá því sem vísu að þetta þýði að launin séu greidd til áratuga...."
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár