Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stofnfrumur sneru við sykursýki í fyrsta sinn

Kona með syk­ur­sýki eitt byrj­aði að fram­leiða sitt eig­ið insúlín inn­an við þrem­ur mán­uð­um eft­ir að hún fékk grædd­ar í sig end­ur­for­rit­að­ar stofn­frum­ur. Er þetta í fyrsta sinn sem tek­ist hef­ur að snúa við syk­ur­sýki með slíkri með­ferð. „Ég nýt þess að borða hvað sem er,“ seg­ir kon­an.

Stofnfrumur sneru við sykursýki í fyrsta sinn
Mælingar Kona með sykursýki mælir blóðsykurinn sinn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni því ekki með beinum hætti. Mynd: AFP

Kona með sykursýki eitt byrjaði að framleiða sitt eigið insúlín innan við þremur mánuðum eftir að hún fékk ígræðslu með endurforrituðum stofnfrumum.

Frumurnar komu úr hennar eigin líkama og er konan, sem er 25 ára gömul, fyrsta manneskjan með sjúkdóminn sem er meðhöndluð með þessum hætti.

„Ég get borðað sykur núna,“ sagði konan, sem býr í Tianjin í Kína, við vísindatímaritið Nature. Rúmt ár er liðið síðan stofnfumurnar voru græddar í hana. „Ég nýt þess að borða hvað sem er.“

James Shapiro, ígræðsluskurðlæknir og vísindamaður við háskólann í Alberta í Kanada, segir að árangurinn af aðgerðinni sé ótrúlegur. „Þeim hefur tekist að snúa algjörlega við sykursýki sjúklingsins sem þurfti á verulegu magni af insúlíni að halda áður.“

Rannsókn á ástandi konunnar var birt í vísindatímaritinu Cell nýverið og er hún á meðal nokkurra nýlegra rannsókna þar sem stofnfrumur eru notaðar til að meðhöndla sykursýki. Sjúkdómurinn hefur áhrif á um hálfan milljarð manna um allan heim. Stærstur hluti hópsins er með sykursýki tvö. Fólk með þann sjúkdóm framleiðir ekki nóg insúlín eða geta líkamans til þess að nota hormónið er skert verulega. Talið er að allt að 10% Íslendinga glími við sykursýki en algengi hennar hefur farið mjög vaxandi á síðustu árum eins og víðar í Evrópu.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár