Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Stofnfrumur sneru við sykursýki í fyrsta sinn

Kona með syk­ur­sýki eitt byrj­aði að fram­leiða sitt eig­ið insúlín inn­an við þrem­ur mán­uð­um eft­ir að hún fékk grædd­ar í sig end­ur­for­rit­að­ar stofn­frum­ur. Er þetta í fyrsta sinn sem tek­ist hef­ur að snúa við syk­ur­sýki með slíkri með­ferð. „Ég nýt þess að borða hvað sem er,“ seg­ir kon­an.

Stofnfrumur sneru við sykursýki í fyrsta sinn
Mælingar Kona með sykursýki mælir blóðsykurinn sinn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni því ekki með beinum hætti. Mynd: AFP

Kona með sykursýki eitt byrjaði að framleiða sitt eigið insúlín innan við þremur mánuðum eftir að hún fékk ígræðslu með endurforrituðum stofnfrumum.

Frumurnar komu úr hennar eigin líkama og er konan, sem er 25 ára gömul, fyrsta manneskjan með sjúkdóminn sem er meðhöndluð með þessum hætti.

„Ég get borðað sykur núna,“ sagði konan, sem býr í Tianjin í Kína, við vísindatímaritið Nature. Rúmt ár er liðið síðan stofnfumurnar voru græddar í hana. „Ég nýt þess að borða hvað sem er.“

James Shapiro, ígræðsluskurðlæknir og vísindamaður við háskólann í Alberta í Kanada, segir að árangurinn af aðgerðinni sé ótrúlegur. „Þeim hefur tekist að snúa algjörlega við sykursýki sjúklingsins sem þurfti á verulegu magni af insúlíni að halda áður.“

Rannsókn á ástandi konunnar var birt í vísindatímaritinu Cell nýverið og er hún á meðal nokkurra nýlegra rannsókna þar sem stofnfrumur eru notaðar til að meðhöndla sykursýki. Sjúkdómurinn hefur áhrif á um hálfan milljarð manna um allan heim. Stærstur hluti hópsins er með sykursýki tvö. Fólk með þann sjúkdóm framleiðir ekki nóg insúlín eða geta líkamans til þess að nota hormónið er skert verulega. Talið er að allt að 10% Íslendinga glími við sykursýki en algengi hennar hefur farið mjög vaxandi á síðustu árum eins og víðar í Evrópu.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár