Loftárásir halda áfram á Fönikíu

Hvaða land er Líb­anon? Þótt land­ið virð­ist ekki eiga sér mikla sögu er sú saga reynd­ar bæði merk og löng. Það ríki sem Ísra­el varp­ar nú á sprengj­um sín­um var fyr­ir um 3.000 ár­um eitt það merki­leg­asta og þrótt­mesta í heimi.

Þetta var eitt grimmilegasta umsátur fornaldarsögunnar. Hinn ósigrandi Makedóníukonungur var árið 332 FT kominn til Fönikíu með 30.000 manna þrautreyndan her sem hafði þegar hrundið Daríusi Persakóngi á flótta og var nú á leiðinni suður til Egiftalands að leggja undir sig píramídana og Nílardal.

En konungur borgarinnar Týrus neitaði að gefast upp fyrir Alexander þegar leið hersins lá þar um og samningaþóf bæði við Týrusmenn og Persakóng skilaði engu.

Hvað átti Alexander að gera? Farðu fram hjá Týrus og láttu borgina eiga sig, sögðu sumir manna hans.

En Týruskóngur réði yfir öflugum flota sem ungi Makedóníukóngurinn ætlaði að gæti orðið sér skeinuhættur. Því gerði Alexander sjö mánaða hlé á herferð sinni meðan hann reyndi af afefli að knésetja Fönikíumenn, og tókst það loks með nær ofurmannlegu erfiði – sínu og manna sinna.

Óvænt grimmd Alexanders mikla

Meginhluti borgarinnar var nefnilega á rækilega víggirtri eyju tæpan kílómetra frá landi og …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár