Foreldri oftast gerandinn þegar barn er myrt

Sex mál, þar sem for­eldri hef­ur ráð­ið barni sínu bana, hafa kom­ið upp frá ár­inu 1970 – tvö þeirra á þessu ári. En hvers vegna á slík­ur harm­leik­ur sér stað? Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir af­brota­fræð­ing­ur seg­ir ójöfn­uð í sam­fé­lag­inu auka lík­urn­ar á of­beldi gegn börn­um. Sál­fræð­ing­ar hafa kom­ið auga á fimm megin­á­stæð­ur þess að for­eldr­ar ráði börn­um sín­um bana.

Foreldri oftast gerandinn þegar barn er myrt
Ofbeldi Langtíma streita og átök milli foreldra eru áhættuþættir í ofbeldi gegn börnum. Mynd: Shutterstock

Áþessu ári hafa fleiri morð verið framin en nokkru sinni áður á Íslandi. Athygli vekur hlutfall barna sem eru á meðal fórnarlamba, en þrjú af sjö þeirra eru börn. Þar af eru tvö – sex ára drengur í janúar og tíu ára stúlka í september, talin hafa verið myrt af foreldrum sínum. 

Tilfelli þess að börn séu myrt af foreldrum sínum er mjög sjaldgæf á Íslandi. Manndrápsmál þar sem foreldri er gerandi en barn þolandi eru fimm í heildina, þar af tvö árið 2024, eftir því sem Heimildin kemst næst. Þó má nefna eitt mál til viðbótar – alvarlega líkamsárás föður gegn fimm mánaða dóttur sinni sem dró hana til dauða. Faðirinn hlaut ekki dóm fyrir manndráp, heldur var hann dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás.

Sex mál í heildina

27. apríl 2002 lést níu ára stúlka í Breiðholti eftir að móðir hennar þrengdi að hálsi hennar. Móðirin, kona á fertugsaldri, var dæmd ósakhæf í málinu sökum geðræns ástands.

31. maí 2004 beið hin 12 ára gamla Guðný Hödd Hildardóttir bana þegar móðir hennar, Hildur Árdís Sigurðardóttir, stakk hana með hnífi meðan hún svaf. Hildur særði einnig son sinn sem náði að flýja og kalla eftir hjálp. Atburðurinn átti sér stað í Vesturbæ Reykjavíkur og var þekktur sem Hagamelsmálið. Hildur var dæmd ósakhæf og sætti öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni. 

2. júlí 2011 veitti Agné Krataviciuté, 22 ára litháísk kona, nýfæddum syni sínum skurðáverka og kyrkti hann til bana á baðherbergi á Hótel Frón í Reykjavík. Drengurinn fannst stuttu síðar í ruslagámi. Hún var metin sakhæf og hlaut þriggja ára dóm. Málsvörn Agnéar byggði á því að hún hefði enga stjórn haft á gjörðum sínum eða vitneskju eftir óvænta fæðingu barnsins. Hún hefði ekki vitað að hún væri þunguð. 

17.  mars 2013 hristi Scott James Carcary fimm mánaða gamla dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila og lést. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás. 

Þann 31. janúar síðastliðinn fannst sex ára drengur látinn að heimili sínu að Nýbýlavegi í Kópavogi. Hann hafði verið kæfður með kodda. Fimmtug móðir hans hefur játað á sig verknaðinn og var nýlega metin sakhæf.

Þann 15. september fannst tíu ára stúlka látin í hrauninu við Vatnskarðsnámu á Krýsuvíkursvæðinu. Faðir hennar er nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa ráðið henni bana. 

Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir börn

Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, segir erfitt að skoða svona mál á Íslandi vegna þess hve fá þau eru. Í útlöndum hafi þó sýnt sig að algengast er að þegar börn séu drepin séu þar foreldrarnir að verki. „Það er almennt talið að hættulegasti staðurinn fyrir börn sé heimilið,“ segir hún.

Spurð hvað valdi því að þetta eigi sér stað segir Margrét að stundum séu alvarleg andleg veikindi og geðsjúkdómar orsökin. „En það er alls, alls ekki alltaf. Það sem er algengara, er að það sem að minnsta kosti tengist þessu sé langtíma álag og slæmar aðstæður.“

Hún skýrir að langtíma streita og átök milli foreldra séu áhættuþættir í ofbeldi gegn börnum. Það ýti enn undir það ef fíkniefna- eða áfengisnotkun foreldranna er mikil.

Margrét Valdimarsdóttir

Margrét tekur þó skýrt fram að ekki sé hægt að álykta um aðstæður og ástæðurnar sem liggja að baki þeim málum sem hafa komið upp á síðkastið, og talar hún því almennt um slík mál.

Ójöfnuður auki ofbeldi

„Rannsóknir hafa borið saman mörg lönd og skoðað hvaða samfélagslegu þættir tengjast hárri morðtíðni eða hárri tíðni barnamorða. Það sem þá tengist því einna helst er mikill félags- og efnahagslegur ójöfnuður.“

Margrét skýrir að ójöfnuði fylgi átök í samfélaginu. Þá sé alls kyns streita afleiðing þess að búa við mjög slæmar aðstæður í samfélagi þar sem margir hafi það gríðarlega gott. „Ójöfnuður ýtir undir vantraust í garð samborgara. Fólk er síður líklegt til að hjálpa hvort öðru.“

Sé ójöfnuður að aukast á Íslandi getur verið að slæmar afleiðingar hlytust af því, til dæmis aukin afbrot. „Þegar fólk fer að verða tortryggið í garð náungans, það er yfirleitt afleiðing af miklum félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði.“

Margrét bendir einnig á að lítill aðgangur að menntun og skólagöngu hafi slæm áhrif. Það sé þó almennt ekki vandamál hér á landi. Þá komi fleiri ofbeldismál gegn börnum upp ef foreldrar búa við slæmar aðstæður án þess að geta fengið aðstoð. 

Ekki endilega til marks um samfélagslegar breytingar

Á Íslandi komi svo fá mál upp að erfitt sé að draga ályktanir út frá þeim. „Núna á örstuttum tíma hafa komið óvenju mörg mál upp. Er það einhver allsherjar breyting á okkar samfélagi?“ spyr hún en það þurfi ekki endilega að vera. Sveiflurnar þurfi ekki að þýða stórar samfélagslegar breytingar, þrátt fyrir að þær veki fólk til umhugsunar.

Það er náttúrulega alltaf mikilvægt – held ég – fyrir okkur að hugsa um okkar samfélagsgerð og mikilvægi þess að hér sé til staðar gott velferðarkerfi og net sem grípur fólk sem lendir í erfiðum aðstæðum. Af því að það hefur raunveruleg áhrif á svo margt annað,“ segir Margrét.

Fimm ástæður að baki slíkum morðum

Geðlæknirinn dr. Philip Resnick lýsti árið 1969 fimm meginástæðum þess að foreldrar réðu börnum sínum bana og hefur gjarnan verið vísað til þeirra síðan.

Ein ástæða þess að barn deyr af hendi foreldris síns er ill meðferð eða misþyrming. Í slíkum tilfellum lætur barn lífið vegna ofbeldis eða vanrækslu sem hefur jafnvel verið að eiga sér stað lengi. Þetta er algengasta ástæðan ef foreldri drepur barn sitt. 

Önnur skýring getur verið að foreldrið vilji einfaldlega ekki barnið. Þá velur foreldrið eigin þarfir og langanir yfir líf barnsins. Þetta er algengt þegar morð á nýfæddum börnum eru annars vegar. 

Þriðja skýringin er hefnd. Þá er barn myrt í hefndarskyni gegn hinu foreldrinu – til að koma tilfinningalegu höggi á viðkomandi. Þetta á það til að koma fyrir í forsjárdeilum fólks sem stendur í skilnaði. 

Þó það sé talsvert óalgengara, þá kemur það fyrir að foreldrar bani börnum sínum vegna geðsjúkdóma. Teljast þeir þá ósakhæfir. Tvær ástæður geta verið að baki slíkum drápum. 

Annars vegar er þegar foreldri telur sig drepa barn í þágu barnsins sjálfs, vegna ástar sinnar á því. Vegna einhvers konar hugrofs getur foreldri talið að einhver örlög, verri en dauði, séu að fara að henda barnið. Foreldrið hefur því talið sér trú um að barninu sé greiði gerður að drepa það blíðlega. 

Að öðrum kosti getur algjört hugrof verið að baki slíkum og engin rök legið að baki. Til dæmis getur foreldri, vegna sjúkdómsástands, staðið í þeirri trú að guð hafi skipað sér að fremja morð. 

Margrét segir það mikilvægt að gripið sé inn í þegar einkenni um vanrækslu – eða eitthvað verra – sjáist á heimilum. „Og það sé hugsað sem stuðningur. Ef inngripið er þannig að þetta sé einhvers konar refsing fyrir foreldra þá er hætt við því að það sé farið í felur þegar fólk þarf hreinlega á hjálp að halda.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Sorglegt að vita til þess í okkar "góða" samfélagi sé ástand víða svo tæpt að foreldri gefst upp og missir stjórn á geði/skapi og skaðar/drepur barn sitt. Við erum svo dugleg að hjálpa "öðrum" en gleymum að óöryggi, fátækt, skortur á úrræðum og viðunnandi aðstæðum við uppeldi, er stórt vandamál innanlands, sárgrætilegt en satt.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    ".. hristi ... fimm mánaða gamla dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila og lést."
    Við þessu er að segja að hristingurinn þarf í raun ekki vera mjög harkalega til að valda kornabarni skaða. Þetta kalkast á ensku "shaken baby sundrom" og er þekkt. Bak við athöfnina felst síst ásetningur að skaða barnið heldur uppgjöf eftir stanslausan grát barnsins og svefnleysi foreldris og svo vanþekkingin að hristingur geti skaðað barnið það alvarlega.
    Ég man ekki að þessi hætta hafi verið sérstaklega tekið fram í foreldrafræðslu þegar ég var að verða foreldri en ég get ímyndað mér að í samfélagi þar sem venja er að "tukta" börnin til gæti verið lægri þröskuldur í slíka gjörð.
    0
  • SA
    Silja Aðalsteinsdóttir skrifaði
    Þegar ég var nýflutt til Englands 1974 las ég í dagblaði að þar væri að meðaltali eitt barn myrt á dag af foreldri sínu. Ég man hvað mér þótti þetta í senn hryllilegt og óskiljanlegt.
    0
  • Ásta Jensen skrifaði
    Hræðilegt að heyra 😪
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
1
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Kjósendur Miðflokks mun íhaldssamari en Sjálfstæðisflokks
4
Fréttir

Kjós­end­ur Mið­flokks mun íhalds­sam­ari en Sjálf­stæð­is­flokks

Stjórn­mála­fræð­ing­ar við Há­skóla Ís­lands gapa ekki yf­ir því sem virð­ist raun­in, að Mið­flokk­ur­inn sæki nú til íhalds­sam­ari kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sópi til sín fylgi úr þeirra röð­um. Í vænt­an­legri bók sem bygg­ir á gögn­um Ís­lensku kosn­ing­a­rann­sókn­ar­inn­ar frá 2021 kem­ur fram að kjós­end­ur flokk­anna tveggja eru mjög sam­stiga á hinum hefð­bundna vinstri-hægri ás, en kjós­end­ur Mið­flokks­ins eru íhalds­sam­ari er kem­ur að sam­fé­lags- og al­þjóða­mál­um.
Foreldri oftast gerandinn þegar barn er myrt
5
Fréttir

For­eldri oft­ast ger­and­inn þeg­ar barn er myrt

Sex mál, þar sem for­eldri hef­ur ráð­ið barni sínu bana, hafa kom­ið upp frá ár­inu 1970 – tvö þeirra á þessu ári. En hvers vegna á slík­ur harm­leik­ur sér stað? Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir af­brota­fræð­ing­ur seg­ir ójöfn­uð í sam­fé­lag­inu auka lík­urn­ar á of­beldi gegn börn­um. Sál­fræð­ing­ar hafa kom­ið auga á fimm megin­á­stæð­ur þess að for­eldr­ar ráði börn­um sín­um bana.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
3
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
6
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
„Ímyndaðu þér hvað Skagfirðingar yrðu hamingjusamir“
8
Fréttir

„Ímynd­aðu þér hvað Skag­firð­ing­ar yrðu ham­ingju­sam­ir“

Meiri­hlut­inn í skipu­lags­nefnd Skaga­fjarð­ar klofn­aði í af­stöðu sinni til til­lögu VG og óháðra um að lokka lág­vöru­verð­sversl­un inn á nýtt at­vinnu- og þjón­ustu­svæði á Sauð­ár­króki. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á fundi sveit­ar­stjórn­ar um miðj­an októ­ber. Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir full­trúi VG og óháðra kveðst spennt að sjá hver nið­ur­stað­an verði þar.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár