Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ekki trúverðugt að umhverfisáhrif vindorkuvers verði óveruleg

Vindorku­ver EM Orku í Garps­dal mun hafa nei­kvæð um­hverf­isáhrif að mati sveit­ar­stjórn­ar Reyk­hóla­hrepps. Að halda öðru fram sé ekki trú­verð­ugt.

Ekki trúverðugt að umhverfisáhrif vindorkuvers verði óveruleg
Vindorka Vindorkuver EM Orku í Garpsdal er eitt fjölmargra slíkra sem eru á teikniborðinu um allt land. Mynd: AFP

Það er ekki mjög trúverðug niðurstaða að flest umhverfisáhrif séu metin óveruleg fyrir jafn umfangsmikla framkvæmd og hér ræðir. Slíkt á m.a. við um ásýnd, landslag og gróðurfar.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Reykhólahrepps við umhverfismatsskýrslu vegna áformaðs vindorkuvers EM Orku í Garpsdal. Verið myndi telja 21 vindmyllu og yrði hver þeirra um 160 metrar á hæð.

Reykhólahreppur telur að ágætlega sé gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og helstu umhverfisáhrifum þeirra í umhverfismatsskýrslu um verkefnið sem kynnt var í sumar. Framkvæmdalýsing falli að stærstum hluta að Aðalskipulagi sveitarfélagsins. Jafnframt telur sveitarfélagið að framkvæmdin kæmi almennt til með að hafa jákvæð áhrif á samfélagið vegna atvinnu og atvinnutækifæra. „Þó er ljóst að jafn umfangsmiklar framkvæmdir munu hafa neikvæð umhverfisáhrif í för með sér og er þar helst tiltekið áhrif á ásýnd, landslag og gróðurfar.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár