Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekki trúverðugt að umhverfisáhrif vindorkuvers verði óveruleg

Vindorku­ver EM Orku í Garps­dal mun hafa nei­kvæð um­hverf­isáhrif að mati sveit­ar­stjórn­ar Reyk­hóla­hrepps. Að halda öðru fram sé ekki trú­verð­ugt.

Ekki trúverðugt að umhverfisáhrif vindorkuvers verði óveruleg
Vindorka Vindorkuver EM Orku í Garpsdal er eitt fjölmargra slíkra sem eru á teikniborðinu um allt land. Mynd: AFP

Það er ekki mjög trúverðug niðurstaða að flest umhverfisáhrif séu metin óveruleg fyrir jafn umfangsmikla framkvæmd og hér ræðir. Slíkt á m.a. við um ásýnd, landslag og gróðurfar.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Reykhólahrepps við umhverfismatsskýrslu vegna áformaðs vindorkuvers EM Orku í Garpsdal. Verið myndi telja 21 vindmyllu og yrði hver þeirra um 160 metrar á hæð.

Reykhólahreppur telur að ágætlega sé gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og helstu umhverfisáhrifum þeirra í umhverfismatsskýrslu um verkefnið sem kynnt var í sumar. Framkvæmdalýsing falli að stærstum hluta að Aðalskipulagi sveitarfélagsins. Jafnframt telur sveitarfélagið að framkvæmdin kæmi almennt til með að hafa jákvæð áhrif á samfélagið vegna atvinnu og atvinnutækifæra. „Þó er ljóst að jafn umfangsmiklar framkvæmdir munu hafa neikvæð umhverfisáhrif í för með sér og er þar helst tiltekið áhrif á ásýnd, landslag og gróðurfar.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár