Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Zürich besta „15 mínútna“ borgin

Hvergi í heim­in­um búa fleiri í ná­grenni við þá þjón­ustu sem þeir þurfa mest á að halda í dag­legu lífi en íbú­ar í sviss­nesku borg­inni Zürich.

Zürich besta „15 mínútna“ borgin
Korter Hægt er að sækja mikið af þjónustu í aðeins korters göngu- eða hjólafjarlægð frá heimilinu í Zürich. Mynd: AFP

99,2 prósent íbúa Zürich í Sviss búa í innan við 15 mínútna göngu- eða hjólaleið frá helstu þjónustu sem þeir þurfa á að halda s.s. skólum, sjúkrahúsum, almenningsgörðum og verslunum. Mílanó, Kaupmannahöfn, Dublin og Tórínó eru þær einu borgir til viðbótar sem ná í 95 prósent tilfella sama þjónustustigi, samkvæmt nýrri rannsókn.

Fimmtán mínútna borgir eða hverfi er hugmyndafræði sem byggir á því að fólk geti nálgast sem mest af þeirri þjónustu sem það þarf á að halda í sínu daglega lífi í stuttri fjarlægð frá heimilum sínum. Slíkt er ekki aðeins talið vera gott fyrir umhverfið heldur einnig vellíðan borgarbúa. Hugmyndin hefur þróast samhliða auknum áhuga fólks á fjarvinnu, þ.e. að vinna vinnuna sína heima hjá sér. 

París er dæmi um borg þar sem stjórnvöld hafa tekið upp hugmyndafræðina og í þeim tilgangi lagt mun meiri áherslu en áður á gerð hjóla- og göngustíga. 

Hin nýja rannsókn var birt í tímaritinu Nature Cities og var unnin af Sony Computer Science Laboratories. Gögn frá 10 þúsund borgum víðs vegar um heiminn voru notuð til að vinna hina umfangsmiklu kortlagningu. Margar borgir í Bandaríkjunum eru sérstaklega langt frá markmiðum 15 mínútna hugmyndafræðinni. 

Hugmyndafræðin er ekki alls ókunnug Reykvíkingum því samkvæmt græna planinu svokallaða er stefnt að því að gera hverfi borgarinnar gönguvænni og aðgengi að grænum svæðum, útivist og þjónustu verði tryggt í 15 mínútna göngu- eða hjólafæri. Samkvæmt rannsókninni er flest í að meðaltali 16 mínútna göngufjarlægð fyrir Reykvíkinga en niðurstaðan er hins vegar mjög misjöfn eftir hverfum. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár