Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Zürich besta „15 mínútna“ borgin

Hvergi í heim­in­um búa fleiri í ná­grenni við þá þjón­ustu sem þeir þurfa mest á að halda í dag­legu lífi en íbú­ar í sviss­nesku borg­inni Zürich.

Zürich besta „15 mínútna“ borgin
Korter Hægt er að sækja mikið af þjónustu í aðeins korters göngu- eða hjólafjarlægð frá heimilinu í Zürich. Mynd: AFP

99,2 prósent íbúa Zürich í Sviss búa í innan við 15 mínútna göngu- eða hjólaleið frá helstu þjónustu sem þeir þurfa á að halda s.s. skólum, sjúkrahúsum, almenningsgörðum og verslunum. Mílanó, Kaupmannahöfn, Dublin og Tórínó eru þær einu borgir til viðbótar sem ná í 95 prósent tilfella sama þjónustustigi, samkvæmt nýrri rannsókn.

Fimmtán mínútna borgir eða hverfi er hugmyndafræði sem byggir á því að fólk geti nálgast sem mest af þeirri þjónustu sem það þarf á að halda í sínu daglega lífi í stuttri fjarlægð frá heimilum sínum. Slíkt er ekki aðeins talið vera gott fyrir umhverfið heldur einnig vellíðan borgarbúa. Hugmyndin hefur þróast samhliða auknum áhuga fólks á fjarvinnu, þ.e. að vinna vinnuna sína heima hjá sér. 

París er dæmi um borg þar sem stjórnvöld hafa tekið upp hugmyndafræðina og í þeim tilgangi lagt mun meiri áherslu en áður á gerð hjóla- og göngustíga. 

Hin nýja rannsókn var birt í tímaritinu Nature Cities og var unnin af Sony Computer Science Laboratories. Gögn frá 10 þúsund borgum víðs vegar um heiminn voru notuð til að vinna hina umfangsmiklu kortlagningu. Margar borgir í Bandaríkjunum eru sérstaklega langt frá markmiðum 15 mínútna hugmyndafræðinni. 

Hugmyndafræðin er ekki alls ókunnug Reykvíkingum því samkvæmt græna planinu svokallaða er stefnt að því að gera hverfi borgarinnar gönguvænni og aðgengi að grænum svæðum, útivist og þjónustu verði tryggt í 15 mínútna göngu- eða hjólafæri. Samkvæmt rannsókninni er flest í að meðaltali 16 mínútna göngufjarlægð fyrir Reykvíkinga en niðurstaðan er hins vegar mjög misjöfn eftir hverfum. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár