Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Svandís sækist eftir formannssætinu

Svandís Svavars­dótt­ir inn­viða­ráð­herra mun sækj­ast eft­ir því að verða næsti formað­ur Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs.

Svandís sækist eftir formannssætinu
Ráðherra Svandís hefur sinnt þingmennsku frá árinu 2009. Mynd: Golli

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra ætlar að gefa kost á sér til formanns Vinstri grænna. Þetta sagði Svandís í samtali við fréttastofu Vísis að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Svandís bætti því við að hún hlakkaði til landsfundar og að hennar áhersla yrði á að lyfta flaggi Vinstri grænna sem allra hæst. 

Landsfundur VG verður haldinn í Reykjavík dagana 4.- 6. október.

Svandís segir í samtali við Vísi að fólk ætti að fara að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Þetta bendir til þess að ríkisstjórnarsamstarfið gæti endað fyrr en búist var við en að óbreyttu ættu þingkosningar að fara fram að hausti á næsta ári.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður VG, lýsti í gær yfir stuðningi sínum við Svandísi í formannsembættið. Hann hefur sinnt formennsku fyrir flokkinn síðan Katrín Jakobsdóttir hvarf frá stjórnmálum í vor. Sjálfur sækist Guðmundur Ingi eftir því að verða varaformaður flokksins á ný. Það ætlar Jódís Skúladóttir, þingmaður flokksins, einnig að gera.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár