Í mars undirrituðu forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, umboðs- og viðburðaskrifstofan Paxal og fyrirtækið Vinir Hallarinnar ehf. samstarfssamning til fimm ára. Í honum var kveðið á um að Paxal og Vinir Hallarinnar skyldu halda áfram að sjá um rekstur Októberfest SHÍ næstu fimm árin, en fyrirtækin hafa séð um rekstur hátíðarinnar síðastliðinn áratug.
Fyrr í sumar tók stjórn Stúdentaráðs ákvörðun um að rifta samningnum. Þann 6. ágúst samþykkti eins manns meirihluti Vöku á lokuðum fundi Stúdentaráðs að reiða fram átta milljónir í sáttagreiðslu til fyrirtækjanna til að koma í veg fyrir mögulegt dómsmál. Þetta var fimm mánuðum eftir að samningurinn hafði verið undirritaður og aðeins mánuði áður en hátíðin átti að fara fram.
Vannýtt tækifæri í hátíðinni
„Það voru aðrar áherslur í því hvernig við vildum nálgast reksturinn á hátíðinni,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi SHÍ og oddviti Vöku, í samtali við Heimildina. Undanfarinn áratug hafði SHÍ útvistað rekstri hátíðarinnar nánast …
Athugasemdir