Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Riftu samningi og greiddu átta milljónir í sáttagreiðslu

Stúd­enta­ráð Há­skóla Ís­lands rifti fimm mán­aða göml­um samn­ingi við rekstr­ar­að­ila Októ­ber­fest, mán­uði áð­ur en há­tíð­in átti að fara fram. Samn­ing­ur­inn átti að gilda til fimm ára. Til að koma í veg fyr­ir dóms­mál þurfti SHÍ að greiða 8 millj­ón­ir í sátta­greiðslu.

Riftu samningi og greiddu átta milljónir í sáttagreiðslu
Djörf ákvörðun Skömmu áður en Októberfest átti fara fram rifti stjórn SHÍ samningi sínum við viðburðarhaldara og greiddi átta milljón króna sátt til að koma í veg fyrir hugsanlegt dómsmál. Forseti stúdentráðs segir þessa ákvörðun hafa borgað sig. Mynd: SHÍ

Í mars undirrituðu forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, umboðs- og viðburðaskrifstofan Paxal og fyrirtækið Vinir Hallarinnar ehf. samstarfssamning til fimm ára. Í honum var kveðið á um að Paxal og Vinir Hallarinnar skyldu halda áfram að sjá um rekstur Októberfest SHÍ næstu fimm árin, en fyrirtækin hafa séð um rekstur hátíðarinnar síðastliðinn áratug.

Fyrr í sumar tók stjórn Stúdentaráðs ákvörðun um að rifta samningnum. Þann 6. ágúst samþykkti eins manns meirihluti Vöku á lokuðum fundi Stúdentaráðs að reiða fram átta milljónir í sáttagreiðslu til fyrirtækjanna til að koma í veg fyrir mögulegt dómsmál. Þetta var fimm mánuðum eftir að samningurinn hafði verið undirritaður og aðeins mánuði áður en hátíðin átti að fara fram.

Vannýtt tækifæri í hátíðinni

„Það voru aðrar áherslur í því hvernig við vildum nálgast reksturinn á hátíðinni,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi SHÍ og oddviti Vöku, í samtali við Heimildina. Undanfarinn áratug hafði SHÍ útvistað rekstri hátíðarinnar nánast …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár