Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segja 37 lóupör missa kjörlendi sitt

Norð­ur­þing afl­aði lög­fræði­álits vegna kæru sam­tak­anna Nátt­úrugriða.

Segja 37 lóupör missa kjörlendi sitt
Skorningar Mörgum brá í brún að sjá mólendi við Húsavík vera snúið á hvolf fyrir skógrækt. Mynd: Áskell Jónsson

„Í þessum tveimur verkefnum verða áhrifin samanlagt þau, til lengri tíma, að 284 hektarar af núverandi mólendi muni klæðast skógi og þar með muni um það bil 37 pör af heiðlóum missa varpkjörlendi (0,011% íslenska stofnsins) og eitthvað lægra hlutfall af spóastofninum,“ segir meðal annars í lögfræðiáliti sem Norðurþing aflaði vegna kæru samtakanna Náttúrugriða á útgáfu framkvæmdaleyfa sveitarfélagsins til umfangsmikillar skógræktar í landi Þverár og Saltvíkur.

Málið á uppruna sinn í mikilli gagnrýni sem spratt fram er áberandi rásir voru herfaðar í mólendi utan við Húsavík til að undirbúa kolefnisbindingarverkefni einkafyrirtækisins Yggdragsils Carbon. Fleiri slík eru á stefnuskránni í sveitarfélaginu.

Var meðal annars gagnrýnt að með svo miklum breytingum á landi myndi fuglalíf verða fyrir áhrifum. Lögfræðingur Norðurþings segir í greinargerð sinni að skógræktarverkefnin muni hafa óveruleg áhrif á heildarstofna þeirra algengu fuglategunda sem nýta svæðin í dag en að skógur skapi svo kjörlendi fyrir aðrar fuglategundir. Er niðurstaða álitsins sú að sveitarfélagið hafi á lögmætan og málefnalegan hátt lagt mat á áhrif framkvæmdanna á náttúru og dýralíf.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt skrifaði
    Svona gera menn alls ekki - þetta er nauðgun á náttúrunni🥲
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
6
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár