Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Segja 37 lóupör missa kjörlendi sitt

Norð­ur­þing afl­aði lög­fræði­álits vegna kæru sam­tak­anna Nátt­úrugriða.

Segja 37 lóupör missa kjörlendi sitt
Skorningar Mörgum brá í brún að sjá mólendi við Húsavík vera snúið á hvolf fyrir skógrækt. Mynd: Áskell Jónsson

„Í þessum tveimur verkefnum verða áhrifin samanlagt þau, til lengri tíma, að 284 hektarar af núverandi mólendi muni klæðast skógi og þar með muni um það bil 37 pör af heiðlóum missa varpkjörlendi (0,011% íslenska stofnsins) og eitthvað lægra hlutfall af spóastofninum,“ segir meðal annars í lögfræðiáliti sem Norðurþing aflaði vegna kæru samtakanna Náttúrugriða á útgáfu framkvæmdaleyfa sveitarfélagsins til umfangsmikillar skógræktar í landi Þverár og Saltvíkur.

Málið á uppruna sinn í mikilli gagnrýni sem spratt fram er áberandi rásir voru herfaðar í mólendi utan við Húsavík til að undirbúa kolefnisbindingarverkefni einkafyrirtækisins Yggdragsils Carbon. Fleiri slík eru á stefnuskránni í sveitarfélaginu.

Var meðal annars gagnrýnt að með svo miklum breytingum á landi myndi fuglalíf verða fyrir áhrifum. Lögfræðingur Norðurþings segir í greinargerð sinni að skógræktarverkefnin muni hafa óveruleg áhrif á heildarstofna þeirra algengu fuglategunda sem nýta svæðin í dag en að skógur skapi svo kjörlendi fyrir aðrar fuglategundir. Er niðurstaða álitsins sú að sveitarfélagið hafi á lögmætan og málefnalegan hátt lagt mat á áhrif framkvæmdanna á náttúru og dýralíf.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt skrifaði
    Svona gera menn alls ekki - þetta er nauðgun á náttúrunni🥲
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár