Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segja 37 lóupör missa kjörlendi sitt

Norð­ur­þing afl­aði lög­fræði­álits vegna kæru sam­tak­anna Nátt­úrugriða.

Segja 37 lóupör missa kjörlendi sitt
Skorningar Mörgum brá í brún að sjá mólendi við Húsavík vera snúið á hvolf fyrir skógrækt. Mynd: Áskell Jónsson

„Í þessum tveimur verkefnum verða áhrifin samanlagt þau, til lengri tíma, að 284 hektarar af núverandi mólendi muni klæðast skógi og þar með muni um það bil 37 pör af heiðlóum missa varpkjörlendi (0,011% íslenska stofnsins) og eitthvað lægra hlutfall af spóastofninum,“ segir meðal annars í lögfræðiáliti sem Norðurþing aflaði vegna kæru samtakanna Náttúrugriða á útgáfu framkvæmdaleyfa sveitarfélagsins til umfangsmikillar skógræktar í landi Þverár og Saltvíkur.

Málið á uppruna sinn í mikilli gagnrýni sem spratt fram er áberandi rásir voru herfaðar í mólendi utan við Húsavík til að undirbúa kolefnisbindingarverkefni einkafyrirtækisins Yggdragsils Carbon. Fleiri slík eru á stefnuskránni í sveitarfélaginu.

Var meðal annars gagnrýnt að með svo miklum breytingum á landi myndi fuglalíf verða fyrir áhrifum. Lögfræðingur Norðurþings segir í greinargerð sinni að skógræktarverkefnin muni hafa óveruleg áhrif á heildarstofna þeirra algengu fuglategunda sem nýta svæðin í dag en að skógur skapi svo kjörlendi fyrir aðrar fuglategundir. Er niðurstaða álitsins sú að sveitarfélagið hafi á lögmætan og málefnalegan hátt lagt mat á áhrif framkvæmdanna á náttúru og dýralíf.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt skrifaði
    Svona gera menn alls ekki - þetta er nauðgun á náttúrunni🥲
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár