Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Segja kostnaðaráætlun Vegagerðar „grunsamlega“ háa

Sveit­ar­stjórn Mýr­dals­hrepps vill að vilji til að stofna hluta­fé­lag um bygg­ingu jarðganga í gegn­um Reyn­is­fjall verði kann­að­ur.

Segja kostnaðaráætlun Vegagerðar „grunsamlega“ háa
Bæjarfjallið Jarðgöng í gegnum Reynisfjall og vegur meðfram ströndinni er sú leið sem er á aðalskipulagi sveitarfélagasins Mýrdalshrepps. Mynd: Golli

Vinir vegfarandans, félag fólks um greiðfærar og öruggar samgöngur í Mýrdal, hafa sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis áskorun um að gerð verði jarðgöng í gegnum Reynisfjall og vegur lagður með ströndinni líkt og aðalskipulag sveitarfélagsins gerir ráð fyrir. Það er hins vegar ekki sá kostur sem Vegagerðin vill fara við endurbætur á hringveginum um Mýrdal heldur að núverandi vegur verði bættur. Undir það hefur Skipulagsstofnun tekið. Félagið segir kostnaðaráætlun varðandi jarðgangaleið grunsamlega háa og segir umhverfissjónarmið hafa verið höfð í hávegum á kostnað annarra.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps tekur heilshugar undir áskorun félagsins og leggur til að skoðað verði hvort ríkið eða aðrir hagsmunaaðilar séu reiðubúnir að stofna hlutafélag til að vinna að framkvæmdinni, með hliðsjón af reynslunni frá Hvalfjarðargöngum. Hefur sveitarstjóra verið falið að fylgja því máli eftir.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Einarsson skrifaði
    Fá bara Færeyinga til að græja þessi jarðgöng fyrir okkur. Þeir væru pottþétt sneggri að þessu og myndu skila þessu af sér ódýrara en vegagerðin gæti nokkurn tímann gert
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu