Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Bók sem er hnífur

„Þetta er sem saga um hníf. En sag­an er líka sjálf hníf­ur,“ skrif­ar Guð­mund­ur Andri Thors­son í rýni sinni um bók­ina Hníf í þýð­ingu Árna Ósk­ars­son­ar.

Bók sem er hnífur
Guðmundur Andri Thorsson skrifar um Hníf.

Þessi bók er vitnisburður rithöfundar um þá einstæðu lífsreynslu að verða fyrir banatilræði og lifa það af. Í tilviki Salmans Rushdie má segja að hann lýsi stundinni sem hann hefur mátt eiga von á í meira en 30 ár, eða allt frá því að Khomeini erkiklerkur í Íran kvað upp dauðadóm yfir honum vegna bókarinnar Söngvar Satans. „Svo það ert þú. Þú ert mættur“, hugsar Rusdie einmitt þegar hann situr á sviðinu og sér út undan sér dökkklædda veru koma æðandi að sér. Áður hefur hann í bókinni Jósep Anton reynt að lýsa þeirri kafkaísku reynslu að lifa við slíkan dauðadóm vegna skrifa sinna en í þessari bók lýsir hann sjálfu tilræðinu á magnaðan og ljóslifandi hátt, hugrekki þeirra sem náðu að yfirbuga árásarmanninn, eigin upplifun af þessum ósköpum, bataferlinu og umfram allt: ástinni sem græðir öll sár; þessi bók er ástarsaga hans og Elizu konu hans. Hún fjallar um …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár