Hatrið og ástin börðust um líkama Salmans

„Já, eitt afl­ið er hatr­ið og of­beld­ið. Hitt afl­ið er ást­in. Og þessi tvö öfl eru að berj­ast um, bók­staf­lega berj­ast, um lík­ama minn. Þar með skildi ég hvað ég væri að gera,“ seg­ir Salm­an Rus­hdie í við­tali sem varð að sögu – þá daga sem hann dvaldi á Ís­landi.

Hatrið og ástin börðust um líkama Salmans

„Það var svo fallegur morgun, daginn sem árásin var,“ sagði Salman þar sem við sátum föst í bíl á Suðausturlandi, ásamt fjórum öðrum ferðalöngum og tveimur lífvörðum; innan um hundrað rollur sem tepptu þjóðveginn á leið í réttir. Þá spurði ég hann út í kaflabrot um aðdraganda hnífaárásarinnar í bókinni Hnífur, þegar hann var stunginn í augað og hálsinn og víðar um líkamann. „Sólin skein,“ sagði hann varfærnislega brosandi.

„Já,“ sagði ég hikandi. „Maður hefur væntingar á björtum morgnum.“ Um leið varð mér hugsað til upphafsins í skáldævisögu hans Joseph Anton þar sem hann skrifar um sig í þriðju persónu:

„Eftir á séð, þegar veröldin sprakk allt í kringum hann og ógnandi svartþrestir söfnuðust saman á klifurgrind á skólalóðinni, ásakaði hann sjálfan sig fyrir að gleyma nafni fréttakonunnar á BBC sem hafði sagt honum að líf hans, eins og hann þekkti það, væri liðið en ný og myrkari …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár