Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Aldrei fleiri morð á Íslandi - þrjú börn látin á árinu

Fað­ir, sem grun­að­ur er um að hafa ban­að 10 ára dótt­ur sinni í gær­kvöldi, hef­ur ver­ið úr­skurð­að­ur í gæslu­varð­hald til 24. sept­em­ber. Sjö hef­ur ver­ið ban­að í sex mann­dráps­mál­um það sem af er ári, þar af þrjú börn. Áð­ur hafði mesti fjöldi morða á einu ári ver­ið fimm.

Aldrei fleiri morð á Íslandi - þrjú börn látin á árinu

Ídag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því að 10 ára stúlka hefði fundist látin í hrauninu við Vatnskarðsnámu á Krýsuvíkursvæðinu í gærkvöldi. Faðir hennar, íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. september á meðan rannsókn stendur yfir. Hann er grunaður um að hafa banað dóttur sinni. 

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hringdi maðurinn sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu. Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn var reynt að endurlífga stúlkuna. Tilraunir báru þó ekki árangur og stúlkan var úrskurðuð látin á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur maðurinn áður komist í kast við lögin. 

Atburðurinn er sjötta morðmálið sem ratar inn á borð íslensku lögreglunnar á þessu ári. Fórnarlömbin eru nú orðin sjö talsins, þar af eru þrjú börn látin. Áður var hæsti fjöldi morða á einu ári fimm. 

Árin 1999-2019 voru að meðaltali tæp 1,9 manndráp á ári. Fyrir árin 2020-2024 er það meðaltal hins vegar komið upp í 4,6 manndráp á ári. Flest morð hafa verið framin í ár, eða sjö. Næstflest, eða fimm, voru framin árin 2000, 2020 og 2023. 

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, sagði í samtali við Heimildina fyrr í mánuðinum að það væri afar sjaldgæft að börn væru myrt. Fjöldi fórnarlamba á barnsaldri er því óvenjulegur. 

Sex atvik það sem af er ári

Fyrsta morðmálið sem kom á borð lögreglu árið 2024 var þann 31. janúar. Þá fannst sex ára drengur látinn að heimili sínu að Nýbýlavegi í Kópavogi. Fimmtug móðir hans var í kjölfarið ákærð fyrir manndráp. Hún hefur játað á sig verknaðinn.

Þá fannst þann 20. apríl litháískur maður á fertugsaldri látinn í sumarhúsi í Kiðjabergi, sem er í uppsveitum Árnessýslu. Annar Lithái er grunaður um að hafa orðið honum að bana.

Tveimur dögum síðar, þann 22. apríl, fannst fimmtug kona látin í íbúðarhúsi á Akureyri. Sambýlismaður hennar, sem er á sjötugsaldri, hefur verið ákærður fyrir manndráp.

Þann 22. ágúst fundust hjón á áttræðisaldri látin að heimili sínu í Neskaupsstað. Síðar þann dag var maður handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík vegna málsins og farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. 

Á menningarnótt, 24. ágúst, réðst 16 ára piltur á þrjú ungmenni með hnífi í miðbæ Reykjavíkur. Viku síðar lést hin 17 ára gamla Bryndís Klara Birgisdóttir af sárum sínum. Drengurinn sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
1
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
2
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár