Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Aldrei fleiri morð á Íslandi - þrjú börn látin á árinu

Fað­ir, sem grun­að­ur er um að hafa ban­að 10 ára dótt­ur sinni í gær­kvöldi, hef­ur ver­ið úr­skurð­að­ur í gæslu­varð­hald til 24. sept­em­ber. Sjö hef­ur ver­ið ban­að í sex mann­dráps­mál­um það sem af er ári, þar af þrjú börn. Áð­ur hafði mesti fjöldi morða á einu ári ver­ið fimm.

Aldrei fleiri morð á Íslandi - þrjú börn látin á árinu

Ídag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því að 10 ára stúlka hefði fundist látin í hrauninu við Vatnskarðsnámu á Krýsuvíkursvæðinu í gærkvöldi. Faðir hennar, íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. september á meðan rannsókn stendur yfir. Hann er grunaður um að hafa banað dóttur sinni. 

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hringdi maðurinn sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu. Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn var reynt að endurlífga stúlkuna. Tilraunir báru þó ekki árangur og stúlkan var úrskurðuð látin á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur maðurinn áður komist í kast við lögin. 

Atburðurinn er sjötta morðmálið sem ratar inn á borð íslensku lögreglunnar á þessu ári. Fórnarlömbin eru nú orðin sjö talsins, þar af eru þrjú börn látin. Áður var hæsti fjöldi morða á einu ári fimm. 

Árin 1999-2019 voru að meðaltali tæp 1,9 manndráp á ári. Fyrir árin 2020-2024 er það meðaltal hins vegar komið upp í 4,6 manndráp á ári. Flest morð hafa verið framin í ár, eða sjö. Næstflest, eða fimm, voru framin árin 2000, 2020 og 2023. 

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, sagði í samtali við Heimildina fyrr í mánuðinum að það væri afar sjaldgæft að börn væru myrt. Fjöldi fórnarlamba á barnsaldri er því óvenjulegur. 

Sex atvik það sem af er ári

Fyrsta morðmálið sem kom á borð lögreglu árið 2024 var þann 31. janúar. Þá fannst sex ára drengur látinn að heimili sínu að Nýbýlavegi í Kópavogi. Fimmtug móðir hans var í kjölfarið ákærð fyrir manndráp. Hún hefur játað á sig verknaðinn.

Þá fannst þann 20. apríl litháískur maður á fertugsaldri látinn í sumarhúsi í Kiðjabergi, sem er í uppsveitum Árnessýslu. Annar Lithái er grunaður um að hafa orðið honum að bana.

Tveimur dögum síðar, þann 22. apríl, fannst fimmtug kona látin í íbúðarhúsi á Akureyri. Sambýlismaður hennar, sem er á sjötugsaldri, hefur verið ákærður fyrir manndráp.

Þann 22. ágúst fundust hjón á áttræðisaldri látin að heimili sínu í Neskaupsstað. Síðar þann dag var maður handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík vegna málsins og farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. 

Á menningarnótt, 24. ágúst, réðst 16 ára piltur á þrjú ungmenni með hnífi í miðbæ Reykjavíkur. Viku síðar lést hin 17 ára gamla Bryndís Klara Birgisdóttir af sárum sínum. Drengurinn sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
6
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár