Aldrei fleiri morð á Íslandi - þrjú börn látin á árinu

Fað­ir, sem grun­að­ur er um að hafa ban­að 10 ára dótt­ur sinni í gær­kvöldi, hef­ur ver­ið úr­skurð­að­ur í gæslu­varð­hald til 24. sept­em­ber. Sjö hef­ur ver­ið ban­að í sex mann­dráps­mál­um það sem af er ári, þar af þrjú börn. Áð­ur hafði mesti fjöldi morða á einu ári ver­ið fimm.

Aldrei fleiri morð á Íslandi - þrjú börn látin á árinu

Ídag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því að 10 ára stúlka hefði fundist látin í hrauninu við Vatnskarðsnámu á Krýsuvíkursvæðinu í gærkvöldi. Faðir hennar, íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. september á meðan rannsókn stendur yfir. Hann er grunaður um að hafa banað dóttur sinni. 

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hringdi maðurinn sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu. Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn var reynt að endurlífga stúlkuna. Tilraunir báru þó ekki árangur og stúlkan var úrskurðuð látin á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur maðurinn áður komist í kast við lögin. 

Atburðurinn er sjötta morðmálið sem ratar inn á borð íslensku lögreglunnar á þessu ári. Fórnarlömbin eru nú orðin sjö talsins, þar af eru þrjú börn látin. Áður var hæsti fjöldi morða á einu ári fimm. 

Árin 1999-2019 voru að meðaltali tæp 1,9 manndráp á ári. Fyrir árin 2020-2024 er það meðaltal hins vegar komið upp í 4,6 manndráp á ári. Flest morð hafa verið framin í ár, eða sjö. Næstflest, eða fimm, voru framin árin 2000, 2020 og 2023. 

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, sagði í samtali við Heimildina fyrr í mánuðinum að það væri afar sjaldgæft að börn væru myrt. Fjöldi fórnarlamba á barnsaldri er því óvenjulegur. 

Sex atvik það sem af er ári

Fyrsta morðmálið sem kom á borð lögreglu árið 2024 var þann 31. janúar. Þá fannst sex ára drengur látinn að heimili sínu að Nýbýlavegi í Kópavogi. Fimmtug móðir hans var í kjölfarið ákærð fyrir manndráp. Hún hefur játað á sig verknaðinn.

Þá fannst þann 20. apríl litháískur maður á fertugsaldri látinn í sumarhúsi í Kiðjabergi, sem er í uppsveitum Árnessýslu. Annar Lithái er grunaður um að hafa orðið honum að bana.

Tveimur dögum síðar, þann 22. apríl, fannst fimmtug kona látin í íbúðarhúsi á Akureyri. Sambýlismaður hennar, sem er á sjötugsaldri, hefur verið ákærður fyrir manndráp.

Þann 22. ágúst fundust hjón á áttræðisaldri látin að heimili sínu í Neskaupsstað. Síðar þann dag var maður handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík vegna málsins og farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. 

Á menningarnótt, 24. ágúst, réðst 16 ára piltur á þrjú ungmenni með hnífi í miðbæ Reykjavíkur. Viku síðar lést hin 17 ára gamla Bryndís Klara Birgisdóttir af sárum sínum. Drengurinn sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
8
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár