Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Aldrei fleiri morð á Íslandi - þrjú börn látin á árinu

Fað­ir, sem grun­að­ur er um að hafa ban­að 10 ára dótt­ur sinni í gær­kvöldi, hef­ur ver­ið úr­skurð­að­ur í gæslu­varð­hald til 24. sept­em­ber. Sjö hef­ur ver­ið ban­að í sex mann­dráps­mál­um það sem af er ári, þar af þrjú börn. Áð­ur hafði mesti fjöldi morða á einu ári ver­ið fimm.

Aldrei fleiri morð á Íslandi - þrjú börn látin á árinu

Ídag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því að 10 ára stúlka hefði fundist látin í hrauninu við Vatnskarðsnámu á Krýsuvíkursvæðinu í gærkvöldi. Faðir hennar, íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. september á meðan rannsókn stendur yfir. Hann er grunaður um að hafa banað dóttur sinni. 

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hringdi maðurinn sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu. Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn var reynt að endurlífga stúlkuna. Tilraunir báru þó ekki árangur og stúlkan var úrskurðuð látin á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur maðurinn áður komist í kast við lögin. 

Atburðurinn er sjötta morðmálið sem ratar inn á borð íslensku lögreglunnar á þessu ári. Fórnarlömbin eru nú orðin sjö talsins, þar af eru þrjú börn látin. Áður var hæsti fjöldi morða á einu ári fimm. 

Árin 1999-2019 voru að meðaltali tæp 1,9 manndráp á ári. Fyrir árin 2020-2024 er það meðaltal hins vegar komið upp í 4,6 manndráp á ári. Flest morð hafa verið framin í ár, eða sjö. Næstflest, eða fimm, voru framin árin 2000, 2020 og 2023. 

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, sagði í samtali við Heimildina fyrr í mánuðinum að það væri afar sjaldgæft að börn væru myrt. Fjöldi fórnarlamba á barnsaldri er því óvenjulegur. 

Sex atvik það sem af er ári

Fyrsta morðmálið sem kom á borð lögreglu árið 2024 var þann 31. janúar. Þá fannst sex ára drengur látinn að heimili sínu að Nýbýlavegi í Kópavogi. Fimmtug móðir hans var í kjölfarið ákærð fyrir manndráp. Hún hefur játað á sig verknaðinn.

Þá fannst þann 20. apríl litháískur maður á fertugsaldri látinn í sumarhúsi í Kiðjabergi, sem er í uppsveitum Árnessýslu. Annar Lithái er grunaður um að hafa orðið honum að bana.

Tveimur dögum síðar, þann 22. apríl, fannst fimmtug kona látin í íbúðarhúsi á Akureyri. Sambýlismaður hennar, sem er á sjötugsaldri, hefur verið ákærður fyrir manndráp.

Þann 22. ágúst fundust hjón á áttræðisaldri látin að heimili sínu í Neskaupsstað. Síðar þann dag var maður handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík vegna málsins og farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. 

Á menningarnótt, 24. ágúst, réðst 16 ára piltur á þrjú ungmenni með hnífi í miðbæ Reykjavíkur. Viku síðar lést hin 17 ára gamla Bryndís Klara Birgisdóttir af sárum sínum. Drengurinn sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár