Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
Bryndís Klara Frá útför Bryndísar Klöru sem fram fór í dag. Bryndísar var minnst víða í dag og fylgdust þúsundir með jarðarför hennar. Bryndís var á öðru ári í Verzlunarskóla Íslands þegar hún lést og var afburðanemandi alla sína skólagöngu. Hún hugði á læknanám að loknu framhaldsskólanámi sínu, að því er fram kom í minningarorðum um hana. Mynd: Anton Brink

Ég ætla mér að búa í miðbænum í framtíðinni. Í gömlu timburhúsi og eiga tvo ketti sem heita herðatré og jólatré,“ sagði Bryndís Klara Birgisdóttir og hnippti í vinkonu sína á Menningarnótt. 

Því miður varð þessi draumur hennar ekki að veruleika. Bryndís Klara varð fyrir hnífstunguárás sama kvöld og lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Hún var 17 ára gömul. 

Jarðarför Bryndísar Klöru fór fram í Hallgrímskirkju í dag. Þétt var setið í kirkjunni og um 4.500 manns fylgdust með jarðarförinni í beinu streymi. Enn víðar minntist fólk Bryndísar Klöru en boðað var til minningarstöðu framan við Björg­un­ar­mið­stöð­ina í Skóg­ar­hlíð á sama tíma og jarðarförin fór fram. Landsmenn allir voru jafnframt hvattir til að kveikja á friðarkerti í dag til að minnast Bryndísar Klöru. 

„Sorg ykkar er sorg okkar allra“
Vigdís Finnbogadóttir
fyrrverandi forseti Íslands

Í minningarorðum sínum sagði séra Guðni Már Harðarson að þjóðin byggi við laskaða öryggiskennd í kjölfar árásarinnar og að ráðamenn þyrftu að grípa til aðgerða. Foreldrar Bryndísar Klöru hafa kallað eftir því að kærleikur verði að eina vopninu í samfélaginu og að óbærileg fórn Bryndísar Klöru muni bjarga mannslífum.

„Sorg ykkar er sorg okkar allra,“ sagði Guðni við jarðarför Bryndísar Klöru í dag og beindi orðum sínum til foreldra Bryndísar Klöru, Birgis og Iðunnar, og yngri systur hennar Vigdísar Eddu.

„Við treystum því að líf Bryndísar Klöru muni bjarga mörgum mannslífum. Kæru ráðamenn. Það verður ekki nóg að stafsetja eitthvað á blað. Við sem samfélag búum við laskaða öryggiskennd og þurfum að finna fyrir aðgerðunum,“ sagði Guðni. 

Ósanngjarnt líf

Hann vitnaði í orð Vigdísar sem skrifaði Bryndísi Klöru bréf þegar útlit var fyrir að hún myndi ekki hafa það af.

„Þú ert besta systir í heimi og ég mun sakna þín. Þú verður bráðum besti engill í heimi. Ég vil að þú sért hér heima að leika með mér en svona er lífið. Þótt það sé ósanngjarnt þá verður maður að berjast,“ skrifaði Vigdís og teiknaði undir 20 hjörtu. 

„Það er ekkert réttlæti í því að við séum hér í dag,“ sagði Guðni. „Það er svo stutt síðan hún gekk hér í hópi vina á menningarnótt.“

„Við treystum því að líf Bryndísar Klöru muni bjarga mörgum mannslífum“
Guðni Már Helgason
prestur

Guðni vék í lokin tali sínu að miklum bangsímonáhuga Bryndísar Klöru og því þegar hún spurði foreldra sína hvort hún mætti fá sér bangsímonhúðflúr á innanverðan handlegginn. Þau bentu henni á að henni þætti það kannski ekki eins krúttleg hugmynd þegar hún yrði áttræð. Hún gæti þó tekið ákvörðun þegar hún yrði 18 ára. En nú hafa foreldrarnir ákveðið að fá sér slíkt húðflúr í minningu Bryndísar Klöru og varðar þau lítið um það hvað öðrum kann að finnast þegar þau verða áttræð.

Bangsímon fylgdi Bryndísi Klöru og mun nú fylgja foreldrunum

Snjáð tuskubrúða af bangsímon fylgdi Bryndísi Klöru gjarnan. Vigdís Edda lagði þessa brúðu hjá Bryndísi Klöru á gjörgæslunni. Hún sá jafnframt til þess að brúðan fylgdi henni í kistuna, sagði Guðni.

Foreldrum Bryndísar Klöru hafa borist ótal kveðjur og þeim hélt áfram að rigna inn meðfram streyminu frá jarðarförinni. Á meðal þeirra sem sendu inn sína kveðju fyrir jarðarförina var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti. 

„Sorg ykkar er sorg okkar allra,“ sagði Vigdís. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár