Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Geta varla vísað Yazan úr landi eftir 21. september

Þann 22. sept­em­ber næst­kom­andi bera ís­lensk stjórn­völd ábyrgð á hæl­is­um­sókn hins 11 ára gamla Yaz­ans Tamim­is. Laga­lega séð mega ís­lensk stjórn­völd þá ekki leng­ur vísa hon­um og for­eldr­um hans til Spán­ar og ólík­legt verð­ur að telj­ast að þeim verði vís­að til Palestínu, það­an sem þau eru upp­runa­lega. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ist þó bera lít­ið traust til embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra eft­ir at­burði næt­ur­inn­ar.

Geta varla vísað Yazan úr landi eftir 21. september
Mótmælin Á þriðja tug mætti og mótmælti fyrirhugaðri brottvísun Yazans í nótt. Mynd: Golli

Þetta hefur reynst Yazan mjög þungbært. Hann er búinn að vera að glíma við andlega erfiðleika og þetta var ekki það sem hann þurfti,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hins 11 ára gamla Yazans Tamimis og foreldra, hælisleitenda frá Palestínu sem vísa átti úr landi í nótt.

Yazan, sem er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, var nýsofnaður í Rjóðrinu, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítalans fyrir langveik og fötluð börn sem þarfnast mikillar hjúkrunar og umönnunar, þegar lögreglumenn mættu þangað til þess að flytja hann burt.

Þetta kom honum í opna skjöldu, enda hafði fjölskyldan ekki fengið að vita af því að brottvísun væri fyrirhuguð þessa nótt. Yazan var ekki útskrifaður af spítalanum, segir Albert, og fékk fjölskyldan hvorki að eiga samskipti við lögfræðinginn sinn í einrúmi, né með aðstoð túlks.

„Ég get ekki lýst því öðruvísi en þannig að hann var frelsissviptur í einangrun uppi á flugvelli í 8 til 9 tíma uppi á flugvelli,“ segir Albert sem dregur þá ályktun að ekki sé um einsdæmi að ræða.

„Að þetta sé þá kannski gert við fleiri börn hér á Íslandi, að þau séu dregin úr rúmunum um miðjar nætur og látin bíða í einhverja klukkutíma  af algjörum óþarfa því það var ekkert sem kallaði á það að þau væru komin á flugvöllinn fyrir miðnætti í nótt.“

Fulltrúi lögreglunnar segir hugað að hagsmunum barnsins

Marín Þórsdóttir, verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra, sagði við Heimildina fyrr í dag að eðlilegt hefði verið að flytja fjölskylduna svo snemma – raunar mörgum klukkustundum fyrir áætlað flug – út á flugvöllinn. „Það er flug snemma að morgni. Í öllu ferlinu er hugað að hagsmunum barnsins. Það er leiðarljósið,“ sagði Marín. Sú upplifun hennar stangast á við það sem Albert lýsir frá sjónarhóli fjölskyldunnar. 

Vísa átti Yazan og foreldrum hans til Spánar en þar eru þau með vegabréfsáritun, en ekki stöðu flóttamanna. Skyndilega, á níunda tímanum í morgun, var svo hætt við allt saman vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að stöðva brottvísunina. Sú ákvörðun var tekin eftir að ósk kom innan úr ríkisstjórn um samtal um mál Yazans.

Tími stjórnvalda að renna út

Albert segir að fjölskyldan hafi ekki fengið neinar upplýsingar um það hvað varð til þess að skyndilega átti ekki að vísa þeim úr landi þá og þegar. Þá hafa þau jafnframt ekki fengið upplýsingar um það hvort þeim verði alls ekki brottvísað eða hvort það verði einfaldlega gert seinna. En ef vísa á fólkinu úr landi er tíminn fyrir stjórnvöld til þess að renna út. 

„Íslenska ríkið hefur sex mánuði frá því að úrskurður kærunefndar er kveðinn upp, sem var kveðinn upp 21. mars, til þess að flytja hælisleitanda frá landinu,“ útskýrir Albert. „Ef viðkomandi er ekki fluttur innan þessara sex mánaða, þar eð að segja ef Yazan verður enn á landinu 22. september, þá ber Spánn ekki lengur ábyrgð á umsókninni hans.“

Lítið traust eftir

Þá á Ísland að taka við þeirri ábyrgð. Stríðsástand er í Palestínu, upprunaríki fjölskyldunnar, og hafa íslensk stjórnvöld að undanförnu ekki vísað fólki þangað. 

„Lagalega séð geta þau ekki vísað honum aftur til Spánar en traustið til ríkislögreglustjóra er ekki mikið svo ég veit ekki hverju þeim dettur í hug að taka upp á,“ segir Albert. 

Það traust skaðaðist í nótt. Í fyrsta lagi vegna þess að hann hafði fengið skriflega staðfestingu á því frá stoðdeild ríkislögreglustjóra að Yazan yrði ekki fluttur úr landi fyrr en búið væri að útskrifa hann af spítalanum. Það hafði ekki verið gert. 

„Traustið til ríkislögreglustjóra eftir þessar stórkarlalegu, harkalegu aðgerðir í nótt er býsna lítið. Þetta hefur oft verið unnið harkalega og harðneskjulega en ég man ekki eftir hamförum sem þessum áður,“ segir Albert. 

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Er ekki umhugsunarvert að íslenska lögreglan noti orðið sömu vinnuaðferðir og FSB í Rússlandi, balaklava og áhlaupssveitir, getum við ekki haft aðeins hærri standard á vinnubrögðum. Svo erum við hissa að ofbeldi aukist í samfélaginu. Ég held að það sé hollt að fara að líta í eigin barm og spyrja "er þetta í lagi". Kannski þarf eitthvað að skoða net og samfélagsmiðla notkun Lögreglunnar, það er alla vegana alltaf sagt þegar ungmenni haga sér svona.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár