Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Beiðni útlendingastofnunar um brottvísun „ekki verið tímasett“

Marín Þórs­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir að lög­regla hafi ver­ið að fram­fylgja úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar þeg­ar Yaz­an Tamimi var sótt­ur í nótt með það fyr­ir aug­um að fylgja hon­um úr landi. Beiðn­in hafi ekki ver­ið tíma­sett. Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra fór fram á að hætt yrði við að flytja Yaz­an Tamimi úr landi í morg­un.

Beiðni útlendingastofnunar um brottvísun „ekki verið tímasett“
Kominn aftur til Reykjavíkur Yazan Tamimi hefur verið í Rjóðrinu sem er hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala. Þangað sótti lögregla hann í nótt til að flytja hann úr landi. Hann er nú kominn aftur til Reykjavíkur. Mynd: Golli

Marín Þórsdóttir, verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra, segir að dómsmálaráðherra hafi haft samband við embættið í morgun og farið fram á að Yazan Tamimi yrði ekki vísað úr landi. „Það var hætt við fylgd að ósk dómsmálaráðherra,“ segir Marín.

Farið af stað í brottvísun“ þegar öll gögn hafi legið fyrir 


Lögregla sótti, Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskan strák sem þjáist af hrörnunarsjúkdómi í Rjóðrið, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala í nótt. Var hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þaðan sem átti að fljúga með hann til Spánar á áttunda tímanum í morgun. 

Brottvísuninni var mótmælt harðlega á samfélagsmiðlum og hópur  fólks kom saman á Keflavíkurflugvelli og mótmælti. Skömmu eftir að drengurinn var kominn þangað barst ríkislögreglustjóra beiðni frá dómsmálaráðherra um að hætt yrði við brottför. 

Beiðni Útlendingastofnunar ekki tímasett Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að legið hafi fyrir í þónokkurn tíma að Yazan yrði vísað úr landi þó að beiðni Útlendingastofnunar hafi ekki verið tímasett

Spurð hvers vegna lögregla fór í þessa aðgerð í nótt segir Marín að hún hafi verið að framfylgja úrskurði Útlendingastofnunar. „Það kom beiðni til okkar fyrir nokkrum mánuðum og þegar öll gögn eru komin og leyfi hefur fengist er farið af stað í brottvísun.“

Spurð hvort þessi dagsetning hafi legið lengi fyrir segir Marín að beiðnin hafi „ekki verið tímasett,“ en að þegar öll gögn hafi verið komin og ýmis leyfi hafi verið fengin hafi verið ákveðið að fylgja drengnum úr landi. „Þessi ákvörðun hefur legið fyrir í þónokkurn tíma,“ segir hún. 

„Hugað að hagsmunum barnsins“


Spurð hvers vegna sé farið í skjóli nætur á spítalann að sækja drenginn til að fara með hann úr landi segir Marín; Það er flug snemma að morgni. Í öllu ferlinu er hugað að hagsmunum barnsins. Það er leiðarljósið.  

Bað um að hætt yrði við brottflutningGuðrún Hafsteinsdóttir fór fram á að hætt yrði við að flytja Yazan úr landi í morgun

Óstaðfestar fregnir herma að Yazan hafi verið fluttur frá Keflavíkurflugvelli á Landspítalann á tíunda tímanum í morgun. Það kom sem fyrr segir eftir að dómsmálaráðherra fór fram á að hætt yrði við fylgd. Vísir greindi fyrst frá þessari ákvörðun ráðherra. 

Þá hefur RÚV heimildir fyrir því að innan ríkisstjórnarinnar hafi komið sú krafa að samtal ætti sér stað um mál Yazans áður en hann yrði fluttur úr landi. Dómsmálaráðherra hafi ákveðið að verða við þeirri beiðni og því hafi verið hætt við brottflutninginn. 

Ekki náðist í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.  

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
4
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu