Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra segir að vísindafólk hafi vakið athygli sína á sviðsmyndum um mögulega kólnun Íslands vegna dvínandi hafstrauma sunnan úr höfum. Í viðtali við Heimildina um stöðu loftslagsmála segist hann vera með minnisblað í vinnslu um málið, sem hann hyggist kynna ríkisstjórninni. „Þetta fer ekki fram hjá okkur, þetta er alveg á radarnum hjá okkur,“ segir Guðlaugur Þór, sem kynnti ásamt fleiri ráðherrum uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í upphafi sumars.
Í henni eru alls 150 atriði, en þar af er næstum því helmingurinn enn á hugmyndastigi. Spurður um það af hverju verið sé að setja fram svona mikið af ósamþykktum og ófjármögnuðum hugmyndum inn í þetta lykilstefnuplagg íslenskra stjórnvalda, segir Guðlaugur Þór að þetta sé gert í því skyni að kortleggja sviðið betur, að fyrirmynd landa sem við berum okkur saman við. „Það hefði náttúrlega verið betra ef menn hefðu verið búnir með þetta fyrr, …
Athugasemdir