Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Þvílíkt froðuflóð sem flæðir út um allar koppagrundir“

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, var ekki ánægð með um­mæli for­sæt­is­ráð­herra um ástand­ið í hag­kerf­inu á þing­fundi í kvöld. Kristrún Frosta­dótt­ir og Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir voru einnig með­al þeirra sem gagn­rýndu hag­stjórn rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Þvílíkt froðuflóð sem flæðir út um allar koppagrundir“
Inga Sæland Formaður Flokks fólksins segir fólk ekki geta borðað steinsteypu.

„Hefði ég ekki verið búin að njóta þeirra forréttinda að lesa stefnuræðu forsætisráðherra áður en hann flutti hana hér áðan þá stæði ég ekki hér – ég lægi sennilega í yfirliði í sætinu mínu. Því þvílíkt froðuflóð sem flæðir út um allar koppagrundir.“

Þetta hafði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, að segja um nýflutta stefnuræðu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í þingsal í kvöld.

Inga sagði það með hreinum ólíkindum að Bjarni hefði talað um að á Íslandi væri kaupmáttur hvað mestur, jafnvel meiri en í löndum sem Ísland bæri sig saman við.

„Hverjum dettur í hug að trúa þessu bulli? Er eitthvað sambærilegt að miða hér við okurvexti og þann hrylling sem samfélagið okkar er að ganga í gegnum við verðbólgu sem engin bönd hafa náðst utan um – að bera það saman við önnur lönd sem hafa farsællega kveðið verðbólgudrauginn í kútinn á ótrúlega skömmum tíma?“

Inga sagði það litla huggun fyrir heimilin þótt húsnæði hækkaði í verði. „Við erum ekki að fara að selja ofan af okkur þakið nema nauðsyn krefur til að innleysa þennan uppsafnaða hagnað, er það? Við étum ekki steinsteypuna, er það?“

Kristrún kallaði ríkisstjórnina kærulausa

Inga var ekki sú eina sem gagnrýndi hagstjórn ríkisstjórnarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórnina hafa gerst seka um óafsakanlegt kæruleysi. Hún forðaðist að taka ábyrgð á efnahagsástandinu og benti á Seðlabankann, verkalýðshreyfinguna og erfðamengi Íslendinga.

Vísaði hún þar til nýlegra ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar um að það væri í DNA Íslendinga að sætta sig við háa verðbólgu.

„Kæruleysið, aðgerðaleysið og ábyrgðarleysið er óafsakanlegt. En nú koma þessir sömu stjórnmálamenn og segja: Þetta er allt að koma. Eftir öll þessi ár. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi, með leyfi forseta, stutt ötullega við hjöðnun verðbólgunnar,“ segir Kristrún. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í sinni ræðu að stjórnin léti sem ekkert væri þrátt fyrir að fólk berðist við dýra matarkörfu og há húsnæðisgjöld.

„Jarðtengingin er raunar svo brengluð að í vor sagði hæstvirtur forsætisráðherra, í þessari pontu, að Ísland væri í bestu efnahagslegu stöðu í lýðveldissögunni. Ekki veit ég við hvaða fólk eða fyrirtæki ráðherrarnir í þessari ríkisstjórn eru að tala. En þetta er ekki sú staða sem blasir við venjulegu fólki þegar það opnar heimabanka sinn.“ 

Sagði Þorgerður Katrín að staðreyndin væri sú að ríkisstjórnin færi óvarlega í peningamálum og heimilin borguðu brúsann í formi ofurvaxta og verðbólgu. „Þetta þarf ekki að vera svona,“ sagði hún.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Áfram stelpur!!!
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Rétt hjá Ingu Sæland að aukin eignamyndun vegna hækkunar húsnæðis er sýnd veiði en ekki gefin. Einu sem á því græða eru þeir sem geta selt á hagstæðum tíma. T.d. eign nr. 2. Hinir sem sitja fastir í sinni skuldugu eign með jákvæða eiginfjárstöðu í dag geta allt eins verið komnir í mínus á morgunn eins og dæmi fyrri ára sanna.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár