Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þvílíkt froðuflóð sem flæðir út um allar koppagrundir“

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, var ekki ánægð með um­mæli for­sæt­is­ráð­herra um ástand­ið í hag­kerf­inu á þing­fundi í kvöld. Kristrún Frosta­dótt­ir og Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir voru einnig með­al þeirra sem gagn­rýndu hag­stjórn rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Þvílíkt froðuflóð sem flæðir út um allar koppagrundir“
Inga Sæland Formaður Flokks fólksins segir fólk ekki geta borðað steinsteypu.

„Hefði ég ekki verið búin að njóta þeirra forréttinda að lesa stefnuræðu forsætisráðherra áður en hann flutti hana hér áðan þá stæði ég ekki hér – ég lægi sennilega í yfirliði í sætinu mínu. Því þvílíkt froðuflóð sem flæðir út um allar koppagrundir.“

Þetta hafði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, að segja um nýflutta stefnuræðu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í þingsal í kvöld.

Inga sagði það með hreinum ólíkindum að Bjarni hefði talað um að á Íslandi væri kaupmáttur hvað mestur, jafnvel meiri en í löndum sem Ísland bæri sig saman við.

„Hverjum dettur í hug að trúa þessu bulli? Er eitthvað sambærilegt að miða hér við okurvexti og þann hrylling sem samfélagið okkar er að ganga í gegnum við verðbólgu sem engin bönd hafa náðst utan um – að bera það saman við önnur lönd sem hafa farsællega kveðið verðbólgudrauginn í kútinn á ótrúlega skömmum tíma?“

Inga sagði það litla huggun fyrir heimilin þótt húsnæði hækkaði í verði. „Við erum ekki að fara að selja ofan af okkur þakið nema nauðsyn krefur til að innleysa þennan uppsafnaða hagnað, er það? Við étum ekki steinsteypuna, er það?“

Kristrún kallaði ríkisstjórnina kærulausa

Inga var ekki sú eina sem gagnrýndi hagstjórn ríkisstjórnarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórnina hafa gerst seka um óafsakanlegt kæruleysi. Hún forðaðist að taka ábyrgð á efnahagsástandinu og benti á Seðlabankann, verkalýðshreyfinguna og erfðamengi Íslendinga.

Vísaði hún þar til nýlegra ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar um að það væri í DNA Íslendinga að sætta sig við háa verðbólgu.

„Kæruleysið, aðgerðaleysið og ábyrgðarleysið er óafsakanlegt. En nú koma þessir sömu stjórnmálamenn og segja: Þetta er allt að koma. Eftir öll þessi ár. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi, með leyfi forseta, stutt ötullega við hjöðnun verðbólgunnar,“ segir Kristrún. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í sinni ræðu að stjórnin léti sem ekkert væri þrátt fyrir að fólk berðist við dýra matarkörfu og há húsnæðisgjöld.

„Jarðtengingin er raunar svo brengluð að í vor sagði hæstvirtur forsætisráðherra, í þessari pontu, að Ísland væri í bestu efnahagslegu stöðu í lýðveldissögunni. Ekki veit ég við hvaða fólk eða fyrirtæki ráðherrarnir í þessari ríkisstjórn eru að tala. En þetta er ekki sú staða sem blasir við venjulegu fólki þegar það opnar heimabanka sinn.“ 

Sagði Þorgerður Katrín að staðreyndin væri sú að ríkisstjórnin færi óvarlega í peningamálum og heimilin borguðu brúsann í formi ofurvaxta og verðbólgu. „Þetta þarf ekki að vera svona,“ sagði hún.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Áfram stelpur!!!
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Rétt hjá Ingu Sæland að aukin eignamyndun vegna hækkunar húsnæðis er sýnd veiði en ekki gefin. Einu sem á því græða eru þeir sem geta selt á hagstæðum tíma. T.d. eign nr. 2. Hinir sem sitja fastir í sinni skuldugu eign með jákvæða eiginfjárstöðu í dag geta allt eins verið komnir í mínus á morgunn eins og dæmi fyrri ára sanna.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár