Bjarni segir raunhæft að afgangur verði á ríkissjóði 2025

Í stefnuræðu sinni á þing­fundi í kvöld sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra að með styrkri efna­hags­stjórn væri raun­hæft að af­gang­ur yrði á rík­is­sjóði strax á næsta ári – þrátt fyr­ir að op­in­ber­ar áætlan­ir geri ráð fyr­ir halla. Þá sagði hann að tæki­færi væri til að sam­mæl­ast um skyn­sam­leg­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni.

Bjarni segir raunhæft að afgangur verði á ríkissjóði 2025

Ífyrstu stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra lagði Bjarni Benediktsson mikla áherslu á efnahagsmál. Hann sagði ástæðu til að koma bjartsýn inn í þingveturinn, enda væri verðbólga að minnka. 

„Útgjöld ríkissjóðs vaxa hægar en almennt í samfélaginu og afkoman er að batna hröðum skrefum,“ segir Bjarni. „Með styrkri efnahagsstjórn er raunhæft að afgangur verði á ríkissjóði strax á næsta ári, þótt opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla.“  

Í gær kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fjárlagafrumvarp ársins 2025. Þar er gert ráð fyrir því að ríkissjóður muni verða rekinn með 41 milljarða halla. Áætlaður halli á ríkisrekstrinum í ár eru 57 milljarðar króna.  

Bjarni segir að niðurstaða ríkisreiknings hafi ítrekað verið langt umfram opinberar áætlanir, afkoman hafi verið 100 milljörðum krónum betri þrjú ár í röð. 

Húsnæðisliðurinn á stóran hlut í verðbólgunni sem nú er, hún væri 3,6 prósent án hans. Bjarni minntist á stuðning ríkisins við uppbyggingu íbúða. „Ríkisstjórnin hefur stutt ötullega við hjöðnun verðbólgu þar sem húsnæðisliðurinn hefur verið vandamál. Aldrei hefur verið meira byggt en síðustu ár.“

Þá nefndi Bjarni það að ráðast í breytingar á stjórnarskrá á komandi þingvetri. „Í vetur er tækifæri til að sammælast um skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni. Horfa þarf til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla,“ segir hann.

Bjarni segir að einnig mætti skoða ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Enn fremur væri tímabært að „endurskoða ákvæði um Landsdóm og gera breytingar á meðferð ákæruvalds vegna ráðherraábyrgðar. “

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár