Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrír með réttarstöðu grunaðs í tengslum við árás á menningarnótt

Lög­regla tel­ur sig hafa nokk­uð skýra mynd af at­burð­ar­rás­inni á menn­ing­arnótt þeg­ar sex­tán ára pilt­ur var hand­tek­inn í tengsl­um við hnífa­árás. Hinir tveir sem eru með rétt­ar­stöðu grun­aðra eru ekki tald­ir hafa tengst árás­inni með bein­um hætti.

Þrír með réttarstöðu grunaðs í tengslum við árás á menningarnótt
Lögregla á menningarnótt Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd: Golli

Lögregla telur sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni á menningarnótt þegar sextán ára piltur var handtekinn í tengslum við hnífaárás. Unglingsstúlka lést af sárum sínum. Tvö ungmenni til viðbótar voru færð á spítala með áverka. 

Alls hafa þrír réttarstöðu grunaðs í tengslum við málið, þótt aðeins einn sé grunaður um að hafa valdið öðrum skaða. Sá er sextán ára drengur sem situr í fangelsinu á Hólmsheiði. Hinir tveir sem eru með réttarstöðu grunaðra eru ekki talin hafa tengst árásinni með beinum hætti. Grímur Grímsson staðfesti þetta í samtali við Heimildina. 

„Í svona málum eru á rannsóknarstigi oft fleiri en einn með réttarstöðu grunaðs í málinu, þótt það sé ekki talið tengjast beint atburðinum sem er til rannsóknar,“ segir Grímur. 

Rannsókn lögreglu miðar vel áfram en Grímur segir að lögreglan gefi sér alls tíu vikur, eða nokkrar vikur til viðbótar, til að ljúka málinu.

Vilja vernda börn gegn ofbeldi …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár