Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, boðar til samstarfs vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp komin er í samfélaginu. Félagið mun á næstu dögum og vikum senda forsvarsfólki grunnskóla, framhaldsskóla, félagsmiðstöðva og lögreglu erindi og bjóða upp á heimsókn en með því að nýta reynslu og sérfræðiþekkingu stuðlar Afstaða að því að koma í veg fyrir að ungmenni festist í vítahring afbrotahegðunar.
Afstaða heldur nú þegar fyrirlestra í framhaldsskólum og háskólum landsins auk þess félagið starfrækir vettvangsteymi sem fer í fangelsin og ræðir við dómþola á jafningjagrundvelli. Í heimsóknum Afstöðu í skólana kemur fram ungt fólk sem hefur sjálft lent á glæpabrautinni og miðlar af reynslu sinni. Þessi nálgun, þar sem ungmenni tala beint til jafningja sinna, er öflug leið til að sýna fram á alvarleika málsins og vekur ungmenni til umhugsunar um eigin hegðun og afleiðingar hennar.
Í vettvangsteymi Afstöðu eru fjöldi jafningja (peers), félagsráðgjafar,
Aðgerðir Afstöðu byggjast á gagnreyndum aðferðum í forvörnum. Markmið þeirra er að draga úr tíðni alvarlegra glæpa hjá ungu fólki, stuðla að jákvæðri félagsfærni og tryggja að ungmenni fái viðeigandi stuðning. Niðurstöður rannsókna sýna að slíkar heimsóknir geta haft djúpstæð áhrif á ungmennin. Það getur vel verið að það sé gott að senda samfélagslöggur að ræða við ungmenni um vopnaburð að afleiðingarnar á því, en við erum ekki nokkrum vafa að með því að gera þetta að samstilltu átaki þar sem ungt fólk sem hefur þurft að taka afleiðingum gjörða sinna vegna vopnaburðar og alvarlegri brota kemur með og segir frá, er án efa mjög áhrifaríkt.
Afstaða hvetur hvetur skóla, félagsmiðstöðvar, lögreglu, nemendafélög og nýskipaðan aðgerðahóp vegna ofbeldis í garð og á meðal barna, til að taka virkan þátt í þessu mikilvæga starfi. Með samstilltum aðgerðum getum við stuðlað að öruggra samfélagi fyrir komandi kynslóðir.
Sjá nánar: AFSTADA-Jafningjafraedsla-2024
Athugasemdir