Árið 2011 skrifaði Carmela Torrini, sem þá var 12 ára gömul, í dagbók sína að hún vildi að hún myndi deyja svo hún þyrfti ekki að fara í skólann.
Í dag er hún 25 ára en hana dreymir enn martraðir um grunnskólagöngu sína. „Ég var hrædd flesta daga, ekki við skrímsli eða drauga heldur jafnaldra mína,“ skrifar Carmela í nýlegri Facebook-færslu þar sem hún opnar sig um grunnskólaárin. Henni finnst mikilvægt að deila reynslu sinni sem lið í hvatningu til þess að skólakerfið taki einelti af meiri alvöru, en hún upplifir sömuleiðis að búið sé að gengisfella orðið einelti.
Carmela segir í samtali við Heimildina að síðastliðið ár hafi hún verið í áfallameðferð vegna upplifunar sinnar úr grunnskóla. „En ég þurfti síðan að taka mér pásu, af því að þetta var svo ótrúlega mikið. Það er svo erfitt að ætla að takast á við eitthvað sem gerðist í svona langan …
Athugasemdir (3)