Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Þriðja lengsta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið

Eld­gos­inu norð­an við Stóra-Skóg­fell sem hófst fyr­ir um tveim­ur vik­um er lok­ið. Landris er haf­ið að nýju í Svartsengi.

Þriðja lengsta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið

Eldgos sem hófst norðan við Stóra-Skógfell 22. ágúst er lokið. Gosið stóð yfir í um 14 daga. Veðurstofan greinir frá goslokum í tilkynningu

Gosið var það þriðja lengsta af eldgosunum sex sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni frá því í desember 2023. Gosið sem hófst um miðjan mars stóð í um 54 daga og eldgosið sem hófst í maí stóð yfir í um 24 daga. 

Túristagos?Töluverð umferð var að eldgosinu þegar það hófst 22. ágúst . Þótt ekki væri hægt að komast alla leið að gígnum leitaði fólk leiða til að komast inn í myrkrið og dást að stórum og fallegum strókum.

Líkanreikningar sýna að aldrei hefur jafn mikið magn kviku komið upp á yfirborðið frá því að jarðhræringarnar hófust haustið 2023. Ekki hefur tekist að mæla umfang hraunbreiðunnar vegna veðurs og því liggja endanlegar tölur um rúmmál kviku ekki fyrir.

Virkni á svæðinu virðist hins vegar hvergi nærri lokið. Landris mælist nú í Svartsengi og er kvika því farin að streyma inn í kvikuhólfið að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er of snemmt að fullyrða um hraða kvikusöfnunarinnar, en fyrstu líkanreikningar bensta til þess að hann sé svipaður og áður.

Nýtt hættumat verður uppfært síðar í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár