Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Vill að kærleikurinn sé eina vopnið í samfélaginu

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Ís­lands, seg­ir að þjóðar­átak þurfi til að svara ákalli Birg­is Karls Ósk­ars­son­ar, föð­ur Bryn­dís­ar Klöru. Öll þurf­um við að sam­ein­ast um að gera kær­leik­ann að eina vopn­inu í okk­ar sam­fé­lagi, seg­ir for­seti Ís­lands.

Vill að kærleikurinn sé eina vopnið í samfélaginu
Talar fyrir þjóðarátaki Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, telur brýnt að ráðist verði að rótum vandans og talar fyrir þjóðarátaki Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segist í skriflegu svari til Heimildarinnar vilja koma þeim skilaboðum á framfæri að ákall um málmleitartæki og sýnilega vopnaða löggæslu séu „viðbrögð við birtingarmynd dýpri vanda“.

Forseti telur brýnt að ráðist verði að rótum vandans og talar fyrir þjóðarátaki þar sem við svörum ákalli föður Bryndísar Klöru og sameinumst öll um að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi,“ segir í svarinu.

Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands, segir að andleg líðan ungs fólks sé nýjum forseta afar hugleikin. Hún hafi enda lagt mikla áherslu á það í kosningabaráttunni og muni gera áfram í embætti forseta. 

Halla segist hrygg

Sunnudaginn 1. september síðastliðinn flutti Halla Tómasdóttir ávarp á opnunarviðburði átaksins Gulur september, en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. 

„Okkar brýnustu verkefni“ Halla hélt opnunarávarp geðræktarátaksins Gulur september.

Í ávarpinu sagði Halla meðal annars:

Ég stend hér með ykkur í dag og ég finn til; ég er hrygg í hjarta vegna þeirra atburða sem hafa orðið í okkar samfélagi síðustu daga og vikur. Hjarta mitt er hjá öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda – fjölskyldum, vinum og samfélögum sem eru harmi slegin og buguð af sorg. Það er viðtekin venja að lesa lífsgæði úr hagtölum. Þær eru sannarlega mikilvægar, en aðeins brot af miklu stærri mynd. Ef vanlíðan, tilgangsleysi, einmanaleiki, fíkn og ofbeldi fara vaxandi er við stóran vanda að etja. Þessi mál eru raunar að mínu mati okkar brýnustu verkefni – sem við verðum að leysa saman.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár