Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vill að kærleikurinn sé eina vopnið í samfélaginu

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Ís­lands, seg­ir að þjóðar­átak þurfi til að svara ákalli Birg­is Karls Ósk­ars­son­ar, föð­ur Bryn­dís­ar Klöru. Öll þurf­um við að sam­ein­ast um að gera kær­leik­ann að eina vopn­inu í okk­ar sam­fé­lagi, seg­ir for­seti Ís­lands.

Vill að kærleikurinn sé eina vopnið í samfélaginu
Talar fyrir þjóðarátaki Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, telur brýnt að ráðist verði að rótum vandans og talar fyrir þjóðarátaki Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segist í skriflegu svari til Heimildarinnar vilja koma þeim skilaboðum á framfæri að ákall um málmleitartæki og sýnilega vopnaða löggæslu séu „viðbrögð við birtingarmynd dýpri vanda“.

Forseti telur brýnt að ráðist verði að rótum vandans og talar fyrir þjóðarátaki þar sem við svörum ákalli föður Bryndísar Klöru og sameinumst öll um að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi,“ segir í svarinu.

Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands, segir að andleg líðan ungs fólks sé nýjum forseta afar hugleikin. Hún hafi enda lagt mikla áherslu á það í kosningabaráttunni og muni gera áfram í embætti forseta. 

Halla segist hrygg

Sunnudaginn 1. september síðastliðinn flutti Halla Tómasdóttir ávarp á opnunarviðburði átaksins Gulur september, en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. 

„Okkar brýnustu verkefni“ Halla hélt opnunarávarp geðræktarátaksins Gulur september.

Í ávarpinu sagði Halla meðal annars:

Ég stend hér með ykkur í dag og ég finn til; ég er hrygg í hjarta vegna þeirra atburða sem hafa orðið í okkar samfélagi síðustu daga og vikur. Hjarta mitt er hjá öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda – fjölskyldum, vinum og samfélögum sem eru harmi slegin og buguð af sorg. Það er viðtekin venja að lesa lífsgæði úr hagtölum. Þær eru sannarlega mikilvægar, en aðeins brot af miklu stærri mynd. Ef vanlíðan, tilgangsleysi, einmanaleiki, fíkn og ofbeldi fara vaxandi er við stóran vanda að etja. Þessi mál eru raunar að mínu mati okkar brýnustu verkefni – sem við verðum að leysa saman.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár