Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, segir að foreldrar þurfi að standa saman til að taka á málum líkt og vopnaburði og auknu ofbeldi meðal ungmenna.
„Þetta er náttúrlega grafalvarlegt mál,“ segir hann um hnífstunguárásina sem átti sér stað á menningarnótt.
Sigurður segir mikilvægt að setja börnin sín í fyrsta sæti og tryggja samveru með þeim – ekki síður þegar þau eru unglingar. Inntur eftir því af hverju þetta skipti einkum máli þegar börn eru komin á unglingsaldurinn, segir Sigurður að rannsóknir sýni að taumhald foreldra minnki þegar börn verða 13 ára. „Sem er skiljanlegt, en við megum ekki sleppa takinu.“
Það þarf þorp til að ala upp barn
Þá sé foreldrasamvinna mikilvæg til að sporna gegn til dæmis jaðarhegðun barna. „Í kringum Covid hvarf til dæmis á mörgum stöðum …
Athugasemdir