Ljósbrot hlaut standandi lófaklapp sem opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Og nýverið var myndin útnefnd besta norræna kvikmyndin þegar hún hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló – fimmtu alþjóðlegu verðlaunin.
„Við gerum það sem við þurfum að gera,“ segir Rúnar á sinn einlæga en þó ákveðna hátt þegar hann er spurður út í feril sinn.
„Ég held að flest okkar sem vinnum í einhverju skapandi gerum það út af ástríðu, ekki veraldlegri praktík. Það er ekki sjálfgefið að svoleiðis gangi eftir til að byrja með. Maður á vini og kunningja sem eru rithöfundar, myndlistarmenn og tónlistarfólk – alls konar! Og veit að það er sama þótt fólk gangi líka í skóla að það er ekki sjálfgefið við útskrift að það geti haft í sig og á og átt einhvern feril. Það þýðir ekki endilega að listamaður sé ekki góður listamaður. Alls ekki! Oft og tíðum lít ég á …
Athugasemdir