Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Munur á lesskilningi áhyggjuefni

Mun­ur á lesskiln­ingi barna sem eiga ís­lenska for­eldra og barna sem eiga er­lenda for­eldra er áhyggju­efni, að mati OECD. Lesskiln­ing­ur barna sem fædd eru er­lend­is og eiga er­lenda for­eldra er betri en barna sem fædd eru hér­lend­is og eiga er­lenda for­eldra.

Munur á lesskilningi áhyggjuefni
Lestur Lesskilningur barna á Íslandi er frekar lélegur og er hann verri hjá börnum með erlendan bakgrunn en þeim sem hann hafa ekki. Mynd: Unsplash

Stórt bil á milli innfæddra barna sem eiga íslenska foreldra annars vegar og erlenda foreldra hins vegar þegar kemur að lesskilningi er áhyggjuefni, að mati  Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Á þeim munar 52 stigum, sem jafngildir tæplega tveggja ára langri skólagöngu.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á Íslandi.

Stofnunin bendir á að lesskilningur hér á landi sé fremur lélegur í samanburði við önnur aðildarríki stofnunarinnar, sem eru tæplega 40 talsins. Þannig má sjá að íslensk börn eru með þriðja versta lesskilninginn af þessum ríkjum, og eru börn sem búsett eru hér á landi en eiga erlenda foreldra eða hafa flutt hingað erlendis frá með enn verri lesskilning.

Á sama tíma og almennt er gert ráð fyrir því að innfædd börn sem eiga erlenda foreldra hafi aðlagast íslensku samfélagi betur en börn erlendra foreldra sem fædd eru erlendis og flytjast hingað, þá er munurinn á hópunum tveimur lítill hér á landi. Raunar er það svo að börn sem hafa flust hingað erlendis frá og eiga erlenda foreldra eru með betri lesskilning en börn sem fæðst hafa hér en eiga erlenda foreldra. OECD telur að veita þurfi þessu sérstaka athygli.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár