Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Munur á lesskilningi áhyggjuefni

Mun­ur á lesskiln­ingi barna sem eiga ís­lenska for­eldra og barna sem eiga er­lenda for­eldra er áhyggju­efni, að mati OECD. Lesskiln­ing­ur barna sem fædd eru er­lend­is og eiga er­lenda for­eldra er betri en barna sem fædd eru hér­lend­is og eiga er­lenda for­eldra.

Munur á lesskilningi áhyggjuefni
Lestur Lesskilningur barna á Íslandi er frekar lélegur og er hann verri hjá börnum með erlendan bakgrunn en þeim sem hann hafa ekki. Mynd: Unsplash

Stórt bil á milli innfæddra barna sem eiga íslenska foreldra annars vegar og erlenda foreldra hins vegar þegar kemur að lesskilningi er áhyggjuefni, að mati  Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Á þeim munar 52 stigum, sem jafngildir tæplega tveggja ára langri skólagöngu.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á Íslandi.

Stofnunin bendir á að lesskilningur hér á landi sé fremur lélegur í samanburði við önnur aðildarríki stofnunarinnar, sem eru tæplega 40 talsins. Þannig má sjá að íslensk börn eru með þriðja versta lesskilninginn af þessum ríkjum, og eru börn sem búsett eru hér á landi en eiga erlenda foreldra eða hafa flutt hingað erlendis frá með enn verri lesskilning.

Á sama tíma og almennt er gert ráð fyrir því að innfædd börn sem eiga erlenda foreldra hafi aðlagast íslensku samfélagi betur en börn erlendra foreldra sem fædd eru erlendis og flytjast hingað, þá er munurinn á hópunum tveimur lítill hér á landi. Raunar er það svo að börn sem hafa flust hingað erlendis frá og eiga erlenda foreldra eru með betri lesskilning en börn sem fæðst hafa hér en eiga erlenda foreldra. OECD telur að veita þurfi þessu sérstaka athygli.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár