Þegar ég var ungpiltur las ég reyfara eftir skoska rithöfundinn Alistair MacLean mér mjög til skemmtunar. Sögurnar hans voru æsilegar og spennandi en stóðu þó föstum fótum í raunsæishefðinni; voru sem sé engar fantasíur og þar komu hvorki ofurhetjur, galdrar né nokkuð yfirnáttúrulegt við sögu.
Þannig vildi ég einmitt hafa spennusögur. Hjá Alistair MacLean gerðist ekkert nema það sem hefði getað gerst.
Í einni bókanna hans var þó sena sem mér blöskraði og fannst raunar svo fáránleg að það lá við að hinn ellefu ára ég afskrifaði MacLean í eitt skipti fyrir öll. Bókin hét Leikföng dauðans, minnir mig, og þar var söguhetja neydd til að horfa á þegar hópur hollenskra mjaltastúlkna (já, mjaltastúlkna!) gefur sér tíma frá heyskap og tekur þá upp á því að ráðast í hóp á samstarfskonu hetjunnar og …
Athugasemdir