Rekstur Heimildarinnar sjálfbær á síðasta ári

Við­snún­ing­ur varð í rekstri sam­ein­aðs fé­lags Stund­ar­inn­ar og Kjarn­ans ár­ið 2023. Markmið um sjálf­bær­an rekst­ur náð­ist.

Rekstur Heimildarinnar sjálfbær á síðasta ári
Heimildin Varð til við sameiningu Stundarinnar og Kjarnans í ársbyrjun 2023. Fór í vikulega útgáfu eftir gjaldþrot Fréttablaðsins í apríl sama ár. Mynd: Golli

Sameinaða útgáfufélagið ehf., sem gefur út Heimildina og Vísbendingu, skilaði jákvæðri afkomu á síðasta ári, á fyrsta rekstrarári útgáfunnar eftir að fjölmiðlarnir Stundin og Kjarninn sameinuðust í ársbyrjun 2023. 

Í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi útgáfufélagsins kemur fram að viðsnúningur hafi orðið í rekstri félagsins. Rekstrarhagnaður var 17,7 milljónir króna fyrir fjármagnsliði, en endanleg afkoma eftir fjármagnsliði og skatta var 11 milljóna króna hagnaður. 

Afkoman er í samræmi við yfirlýsingar aðstandenda félagsins fyrir samruna í árslok 2022, þar sem fram kom að markmiðið væri sjálfbær rekstur og þar af leiðandi sjálfstæð blaðamennska, eins og sagði í yfirlýsingu við sameininguna í desember það ár: „Eitt af grunnmarkmiðum nýs fjölmiðils er sjálfbær rekstur til lengri tíma sem stendur undir sjálfstæði ritstjórnar. Reksturinn á þó í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjársterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta.“

Tekjuvöxtur félagsins milli ára var 38% samanborið við samanlagðan rekstur Kjarnans miðla ehf. og Útgáfufélags Stundarinnar ehf. Alls námu tekjur sameinaðs félags rúmum hálfum milljarði króna á árinu 2023. Meðalfjöldi starfsmanna var 25. 

Árið 2022 höfðu bæði samrunafélögin verið rekin með tapi. Forveri Sameinaða útgáfufélagsins, Útgáfufélagið Stundin ehf., tapaði 39,8 milljónum króna á árinu 2022, að meðtöldu breyttu uppgjöri orlofsskuldbindinga og áhrifum tekjuskattsinneignar, eftir ýmist lítið tap eða hagnað árin áður. Kjarninn miðlar, hitt samrunafélagið, hafði tapað 11,2 milljónum króna árið 2022. 

Á aðalfundi útgáfunnar á miðvikudag voru endurkjörin í stjórn félagsins Elín Ragnarsdóttir, formaður, Heiða B. Heiðarsdóttir, Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ritstjóri Heimildarinnar er Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og ritstjóri Vísbendingar Ásgeir Brynjar Torfason. Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins er Jón Trausti Reynisson. 

Sameinaða útgáfufélagið er í dreifðu eignarhaldi og fer enginn eigandi með meira en 7,6% hlut.

Í skýrslu stjórnar félagsins kemur einnig fram að félagið starfi meðal annars á dagblaðamarkaði, þar sem „helsti keppinautur félagsins er nú í einokunarstöðu á sviði prentunar og dreifingar dagblaða“. 

Þá kemur fram að blaðamenn útgáfunnar hafi þurft að sæta langvarandi lögreglurannsókn eftir umfjöllun um  starfsemi útgerðarfélagsins Samherja.

„Lögreglan á Norðurlandi eystra hóf í febrúar 2022 rannsókn á blaðamönnum, þar á meðal fjórum blaðamönnum Heimildarinnar, í tengslum við umfjöllun og gögn er varða almannatengslaherferð útgerðarfélagsins Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um mútumál útgerðarinnar. Við útgáfu ársreiknings þessa, tveimur og hálfu ári síðar, var rannsókninni á blaðamönnunum enn við haldið án niðurstöðu.“

Fyrirvari um hagsmuni: Fréttin fjallar beint um Sameinaða útgáfufélagið sem gefur út Heimildina.

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JG
    Jón Guðmundsson skrifaði
    Misnotkun á sjálfbærni hugtakinu
    0
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Gott að heyra. Stöndum vörð um Heimildina.
    0
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Glæsilegt 😀
    1
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Vel gert, áfram HEIMILDIN!
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Hvað er að frétta Samherja/Namíbíu-svindlinu ? Jebs í Namíbíu eru réttarhöldin yfir mútuþegunum að hefjast í næstu viku, hér heima er rannsókninni ekki lokið eftir allan þennan tíma, saksóknarinn mætti á skrifstofu forstjóranns í samtal ekki til að yfirheyra Samherja-forstjórann og blaðamenn Heimildarinnar hafa stöðu sakborninga, svo virðist vera að lögreglustjóra-embættið í norð-austrinu sitji og standi eftir því hvernig liggur á Samherja-forstjóranum, svona birtist réttarkerfi Íslands okkur flestum.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
8
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár