Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Rekstur Heimildarinnar sjálfbær á síðasta ári

Við­snún­ing­ur varð í rekstri sam­ein­aðs fé­lags Stund­ar­inn­ar og Kjarn­ans ár­ið 2023. Markmið um sjálf­bær­an rekst­ur náð­ist.

Rekstur Heimildarinnar sjálfbær á síðasta ári
Heimildin Varð til við sameiningu Stundarinnar og Kjarnans í ársbyrjun 2023. Fór í vikulega útgáfu eftir gjaldþrot Fréttablaðsins í apríl sama ár. Mynd: Golli

Sameinaða útgáfufélagið ehf., sem gefur út Heimildina og Vísbendingu, skilaði jákvæðri afkomu á síðasta ári, á fyrsta rekstrarári útgáfunnar eftir að fjölmiðlarnir Stundin og Kjarninn sameinuðust í ársbyrjun 2023. 

Í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi útgáfufélagsins kemur fram að viðsnúningur hafi orðið í rekstri félagsins. Rekstrarhagnaður var 17,7 milljónir króna fyrir fjármagnsliði, en endanleg afkoma eftir fjármagnsliði og skatta var 11 milljóna króna hagnaður. 

Afkoman er í samræmi við yfirlýsingar aðstandenda félagsins fyrir samruna í árslok 2022, þar sem fram kom að markmiðið væri sjálfbær rekstur og þar af leiðandi sjálfstæð blaðamennska, eins og sagði í yfirlýsingu við sameininguna í desember það ár: „Eitt af grunnmarkmiðum nýs fjölmiðils er sjálfbær rekstur til lengri tíma sem stendur undir sjálfstæði ritstjórnar. Reksturinn á þó í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjársterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta.“

Tekjuvöxtur félagsins milli ára var 38% samanborið við samanlagðan rekstur Kjarnans miðla ehf. og Útgáfufélags Stundarinnar ehf. Alls námu tekjur sameinaðs félags rúmum hálfum milljarði króna á árinu 2023. Meðalfjöldi starfsmanna var 25. 

Árið 2022 höfðu bæði samrunafélögin verið rekin með tapi. Forveri Sameinaða útgáfufélagsins, Útgáfufélagið Stundin ehf., tapaði 39,8 milljónum króna á árinu 2022, að meðtöldu breyttu uppgjöri orlofsskuldbindinga og áhrifum tekjuskattsinneignar, eftir ýmist lítið tap eða hagnað árin áður. Kjarninn miðlar, hitt samrunafélagið, hafði tapað 11,2 milljónum króna árið 2022. 

Á aðalfundi útgáfunnar á miðvikudag voru endurkjörin í stjórn félagsins Elín Ragnarsdóttir, formaður, Heiða B. Heiðarsdóttir, Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ritstjóri Heimildarinnar er Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og ritstjóri Vísbendingar Ásgeir Brynjar Torfason. Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins er Jón Trausti Reynisson. 

Sameinaða útgáfufélagið er í dreifðu eignarhaldi og fer enginn eigandi með meira en 7,6% hlut.

Í skýrslu stjórnar félagsins kemur einnig fram að félagið starfi meðal annars á dagblaðamarkaði, þar sem „helsti keppinautur félagsins er nú í einokunarstöðu á sviði prentunar og dreifingar dagblaða“. 

Þá kemur fram að blaðamenn útgáfunnar hafi þurft að sæta langvarandi lögreglurannsókn eftir umfjöllun um  starfsemi útgerðarfélagsins Samherja.

„Lögreglan á Norðurlandi eystra hóf í febrúar 2022 rannsókn á blaðamönnum, þar á meðal fjórum blaðamönnum Heimildarinnar, í tengslum við umfjöllun og gögn er varða almannatengslaherferð útgerðarfélagsins Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um mútumál útgerðarinnar. Við útgáfu ársreiknings þessa, tveimur og hálfu ári síðar, var rannsókninni á blaðamönnunum enn við haldið án niðurstöðu.“

Fyrirvari um hagsmuni: Fréttin fjallar beint um Sameinaða útgáfufélagið sem gefur út Heimildina.

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JG
    Jón Guðmundsson skrifaði
    Misnotkun á sjálfbærni hugtakinu
    0
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Gott að heyra. Stöndum vörð um Heimildina.
    1
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Glæsilegt 😀
    1
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Vel gert, áfram HEIMILDIN!
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Hvað er að frétta Samherja/Namíbíu-svindlinu ? Jebs í Namíbíu eru réttarhöldin yfir mútuþegunum að hefjast í næstu viku, hér heima er rannsókninni ekki lokið eftir allan þennan tíma, saksóknarinn mætti á skrifstofu forstjóranns í samtal ekki til að yfirheyra Samherja-forstjórann og blaðamenn Heimildarinnar hafa stöðu sakborninga, svo virðist vera að lögreglustjóra-embættið í norð-austrinu sitji og standi eftir því hvernig liggur á Samherja-forstjóranum, svona birtist réttarkerfi Íslands okkur flestum.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár