Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Rekstur Heimildarinnar sjálfbær á síðasta ári

Við­snún­ing­ur varð í rekstri sam­ein­aðs fé­lags Stund­ar­inn­ar og Kjarn­ans ár­ið 2023. Markmið um sjálf­bær­an rekst­ur náð­ist.

Rekstur Heimildarinnar sjálfbær á síðasta ári
Heimildin Varð til við sameiningu Stundarinnar og Kjarnans í ársbyrjun 2023. Fór í vikulega útgáfu eftir gjaldþrot Fréttablaðsins í apríl sama ár. Mynd: Golli

Sameinaða útgáfufélagið ehf., sem gefur út Heimildina og Vísbendingu, skilaði jákvæðri afkomu á síðasta ári, á fyrsta rekstrarári útgáfunnar eftir að fjölmiðlarnir Stundin og Kjarninn sameinuðust í ársbyrjun 2023. 

Í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi útgáfufélagsins kemur fram að viðsnúningur hafi orðið í rekstri félagsins. Rekstrarhagnaður var 17,7 milljónir króna fyrir fjármagnsliði, en endanleg afkoma eftir fjármagnsliði og skatta var 11 milljóna króna hagnaður. 

Afkoman er í samræmi við yfirlýsingar aðstandenda félagsins fyrir samruna í árslok 2022, þar sem fram kom að markmiðið væri sjálfbær rekstur og þar af leiðandi sjálfstæð blaðamennska, eins og sagði í yfirlýsingu við sameininguna í desember það ár: „Eitt af grunnmarkmiðum nýs fjölmiðils er sjálfbær rekstur til lengri tíma sem stendur undir sjálfstæði ritstjórnar. Reksturinn á þó í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjársterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta.“

Tekjuvöxtur félagsins milli ára var 38% samanborið við samanlagðan rekstur Kjarnans miðla ehf. og Útgáfufélags Stundarinnar ehf. Alls námu tekjur sameinaðs félags rúmum hálfum milljarði króna á árinu 2023. Meðalfjöldi starfsmanna var 25. 

Árið 2022 höfðu bæði samrunafélögin verið rekin með tapi. Forveri Sameinaða útgáfufélagsins, Útgáfufélagið Stundin ehf., tapaði 39,8 milljónum króna á árinu 2022, að meðtöldu breyttu uppgjöri orlofsskuldbindinga og áhrifum tekjuskattsinneignar, eftir ýmist lítið tap eða hagnað árin áður. Kjarninn miðlar, hitt samrunafélagið, hafði tapað 11,2 milljónum króna árið 2022. 

Á aðalfundi útgáfunnar á miðvikudag voru endurkjörin í stjórn félagsins Elín Ragnarsdóttir, formaður, Heiða B. Heiðarsdóttir, Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ritstjóri Heimildarinnar er Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og ritstjóri Vísbendingar Ásgeir Brynjar Torfason. Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins er Jón Trausti Reynisson. 

Sameinaða útgáfufélagið er í dreifðu eignarhaldi og fer enginn eigandi með meira en 7,6% hlut.

Í skýrslu stjórnar félagsins kemur einnig fram að félagið starfi meðal annars á dagblaðamarkaði, þar sem „helsti keppinautur félagsins er nú í einokunarstöðu á sviði prentunar og dreifingar dagblaða“. 

Þá kemur fram að blaðamenn útgáfunnar hafi þurft að sæta langvarandi lögreglurannsókn eftir umfjöllun um  starfsemi útgerðarfélagsins Samherja.

„Lögreglan á Norðurlandi eystra hóf í febrúar 2022 rannsókn á blaðamönnum, þar á meðal fjórum blaðamönnum Heimildarinnar, í tengslum við umfjöllun og gögn er varða almannatengslaherferð útgerðarfélagsins Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um mútumál útgerðarinnar. Við útgáfu ársreiknings þessa, tveimur og hálfu ári síðar, var rannsókninni á blaðamönnunum enn við haldið án niðurstöðu.“

Fyrirvari um hagsmuni: Fréttin fjallar beint um Sameinaða útgáfufélagið sem gefur út Heimildina.

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JG
    Jón Guðmundsson skrifaði
    Misnotkun á sjálfbærni hugtakinu
    0
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Gott að heyra. Stöndum vörð um Heimildina.
    1
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Glæsilegt 😀
    1
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Vel gert, áfram HEIMILDIN!
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Hvað er að frétta Samherja/Namíbíu-svindlinu ? Jebs í Namíbíu eru réttarhöldin yfir mútuþegunum að hefjast í næstu viku, hér heima er rannsókninni ekki lokið eftir allan þennan tíma, saksóknarinn mætti á skrifstofu forstjóranns í samtal ekki til að yfirheyra Samherja-forstjórann og blaðamenn Heimildarinnar hafa stöðu sakborninga, svo virðist vera að lögreglustjóra-embættið í norð-austrinu sitji og standi eftir því hvernig liggur á Samherja-forstjóranum, svona birtist réttarkerfi Íslands okkur flestum.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár