„Ég var bara allt í einu byrjuð á þessu,“ sagði Alda Lóa um þá reisu sína að byrja að fanga íslenskar konur sem höfðu fundið upp hjá sjálfri sér að berjast gegn þjóðarmorði í Palestínu. Henni fannst merkilegt að uppgötva í fyrstu mótmælunum eftir 7. október síðastliðinn að það voru aðallega konur sem stóðu fyrir þeim og tóku þátt.
„Þetta stakk í augun og ég var svo hissa. Hvar eru karlarnir?“ spurði Alda Lóa sjálfa sig og fannst þetta mjög áhugavert: „... þó að það séu líka margir góðir karlar þarna og strákar, ég ætla ekki að taka það frá þeim. En þessi barátta fyrir friði í Palestínu og barátta gegn þjóðarmorði hefur aðallega verið í höndum kvenna. Þær sem hafa rekið þetta áfram, af krafti sem er einstaklega fagur,“ segir hún og síðan að henni þyki það vera algjör forréttindi að hafa fengið …
Við erum fámennar í íslenska hópnum í IWSP (International Women Support for Palestine) undir forystu Bjarkar Vilhelms. Okkur finnst samt við gera gagn við að lesa ólífur í lundum Vesturbakkans með bændum og búaliði og taka þátt í mótmælum á föstudögum🇵🇸🇵🇸🇵🇸