Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Samfélagið vill þennan ástarkraft – en þolir hann ekki

Sum­ir ljós­mynd­ar­ar flækj­ast um mann­líf­ið og sjá það sem aðr­ir sjá ekki. Og fang­ar það til að sýna okk­ur hinum. Svo við fá­um séð það. Alda Lóa Leifs­dótt­ir er þannig ljós­mynd­ari – sem fang­ar við­brögð ís­lenskra kvenna við þjóð­armorði í Palestínu.

Samfélagið vill þennan ástarkraft – en þolir hann ekki
Mist, Melkorka, Sigríður, Snúlla, Gunnlöð, Rowen Lilja, Tristan Raine og Maryam Hrund. Mynd: Alda Lóa Leifsdóttir

„Ég var bara allt í einu byrjuð á þessu,sagði Alda Lóa um þá reisu sína að byrja að fanga íslenskar konur sem höfðu fundið upp hjá sjálfri sér að berjast gegn þjóðarmorði í Palestínu. Henni fannst merkilegt að uppgötva í fyrstu mótmælunum eftir 7. október síðastliðinn að það voru aðallega konur sem stóðu fyrir þeim og tóku þátt.

Þetta stakk í augun og ég var svo hissa. Hvar eru karlarnir? spurði Alda Lóa sjálfa sig og fannst þetta mjög áhugavert: ... þó að það séu líka margir góðir karlar þarna og strákar, ég ætla ekki að taka það frá þeim. En þessi barátta fyrir friði í Palestínu og barátta gegn þjóðarmorði hefur aðallega verið í höndum kvenna. Þær sem hafa rekið þetta áfram, af krafti sem er einstaklega fagur,segir hún og síðan að henni þyki það vera algjör forréttindi að hafa fengið …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt skrifaði
    Takk Auður Jónsdóttir fyrir þessa tæru snilld.
    Við erum fámennar í íslenska hópnum í IWSP (International Women Support for Palestine) undir forystu Bjarkar Vilhelms. Okkur finnst samt við gera gagn við að lesa ólífur í lundum Vesturbakkans með bændum og búaliði og taka þátt í mótmælum á föstudögum🇵🇸🇵🇸🇵🇸
    0
  • Þórdís Þórðardóttir skrifaði
    Sterkar og fallegar myndir sem eiga erindi á stóra sýningu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár