Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Bókabúð verður til! – og um leið ný saga

Bók­sali og bóka­safn­ari mæt­ast í bóka­búð­inni Skálda á Vest­ur­götu og úr verð­ur skáld­skap­ur. „Ég er bú­inn að safna not­uð­um bók­um síð­ustu tvö ár með það í huga að opna þessa búð,“ seg­ir bók­sal­inn.

Bókabúð verður til! – og um leið ný saga
Einar Björn segir bækur hafa mikla þýðingu fyrir sér og vill helst vera umkringdur bókum. Mynd: Golli

Skálda er óvenju skemmtilegt nafn fyrir bókabúð en þessa dagana undirbýr Einar Björn Magnússon opnun bókabúðar með því nafni – sem verður opnuð nú í haust á Vesturgötu 10a. Það er ekki úr vegi að kíkja á bóksalann og sjá bókabúðina byrja að verða til, um leið og hann raðar fyrstu bókunum í hillur. Þá ber að garði bókasafnara, Þorvald Örn Kristmundsson, sem mætir óvænt og langar að leggja sitt af mörkum til að styrkja mikilvæga uppbyggingu bókaveraldarinnar með því að gefa búðinni kassa af bókum sem hann hefur safnað.

Mér finnst þetta þurfa að dafna,segir bókasafnarinn Þorvaldur. Að fleiri séu að safna bókum, fleiri með áhuga á þeim. Það þarf að efla vitundarvakningu á bókum, gömlum bókum jafnt sem nýjum. Nú eru allir í símum og þessar bækur bara leikmunir í bíómyndum í augum ungs fólks. Heima hjá fólki er sjaldgæft að sjá bækur. …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár