Skálda er óvenju skemmtilegt nafn fyrir bókabúð en þessa dagana undirbýr Einar Björn Magnússon opnun bókabúðar með því nafni – sem verður opnuð nú í haust á Vesturgötu 10a. Það er ekki úr vegi að kíkja á bóksalann og sjá bókabúðina byrja að verða til, um leið og hann raðar fyrstu bókunum í hillur. Þá ber að garði bókasafnara, Þorvald Örn Kristmundsson, sem mætir óvænt og langar að leggja sitt af mörkum til að styrkja mikilvæga uppbyggingu bókaveraldarinnar með því að gefa búðinni kassa af bókum sem hann hefur safnað.
„Mér finnst þetta þurfa að dafna,“ segir bókasafnarinn Þorvaldur. „Að fleiri séu að safna bókum, fleiri með áhuga á þeim. Það þarf að efla vitundarvakningu á bókum, gömlum bókum jafnt sem nýjum. Nú eru allir í símum og þessar bækur bara leikmunir í bíómyndum í augum ungs fólks. Heima hjá fólki er sjaldgæft að sjá bækur. …
Athugasemdir