Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

MAST kærir höfund skoðanagreinar á Vísi

MAST kær­ir grein­ar­höf­und sem titl­ar sig sem nátt­úru­unn­anda, land­eig­anda og bænda­dótt­ur fyr­ir að gefa í skyn að starfs­fólk MAST þæði mút­ur frá norsk­um auð­kýf­ing­um.

MAST kærir höfund skoðanagreinar á Vísi
Fiskeldi Greinarhöfundurinn sakar starfsmenn MAST um að þiggja mútur frá norskum auðkýfingum í tengslum við rekstrarleyfi til fiskeldis. Mynd: Aðalsteinn Kjartansson

Forstjóri Matvælastofnunar (MAST) og tveir starfsmenn stofnunarinnar hafa kært skrif sem birtust í aðsendri grein á Vísi til lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Í greininni, sem birtist á Vísi um miðjan júlí undir yfirskriftinni Af glyðrugangi eftirlitsstofnana, segir m.a. að starfsfólk MAST skaki „sér í skrifstofustólum svo skrjáfi í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafi stungið í vasa þeirra um leið og þeir skrifi upp á rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar“. Greinarhöfundurinn, Ester Hilmarsdóttir, titlar sig sem náttúruunnanda, landeiganda og bændadóttur búsetta í Þingeyjarsveit.  

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við RÚV að svo alvarlega sé vegið að starfsfólki að þörf sé á að grípa inn í. Í tilkynningu frá MAST vegna kærunnar segir að stofnunin vinni faglega að umsóknum um rekstrarleyfi til fiskeldis og veitir rekstrarleyfi til fiskeldis ef umsóknir uppfylla skilyrði laga og reglugerða, samkvæmt hlutverki stofnunarinnar. „Forstjóri stofnunarinnar og starfsmenn sem komu að meðferð og útgáfu rekstrarleyfisins telja að með framkominni aðdróttun sé alvarlega vegið að heiðri og æru þeirra og því verði ekki komist hjá öðru en að kæra skrifin til lögreglu“, segir í tilkynningunni.

Ester hefur sömuleiðis sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hún hafnar því að nokkuð saknæmt sé að finna í skrifum hennar. Þá hefur henni enn ekki borist formleg kæra vegna málsins. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Sem sagt kært til lögreglunnar I stað þess að svara gagnrýni því þeim svíður að fólk telji þá ekki gæta hagsmuna þjóðarinnar ? Hingað til hafa meint meiðyrði ekki verið forgangsmál né yfirleitt verið talin lögreglumál hélt ég.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár