Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Segir það hafa verið tímaspursmál hvenær slys yrði í íshellaferð

Í gær varð bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli þeg­ar ís hrundi á hóp sem þar var með leið­sögu­manni. Ein­ar Rún­ar Sig­urðs­son, frum­kvöð­ull í ís­hella­ferð­um, seg­ir það hafa ver­ið tímaspurs­mál hvenær slys ætti sér stað. Hann lýs­ir að­stæð­um á vett­vangi, en hann kom að björg­un­ar­að­gerð­um í gær.

Segir það hafa verið tímaspursmál hvenær slys yrði í íshellaferð
Íshellir Mynd úr íshelli á Breiðamerkurjökli veturinn 2022. Ekki er um að ræða þann íshelli sem hrundi úr í gær. Mynd: Golli

Þetta var mjög stórt, sum stykkin. Stærsta stykkið sem lá þarna ofan á öllu kraðakinu örugglega fimm metra hár ísjaki. Þetta var ofboðslegt magn af þungum ís sem hafði komið þarna niður.“

Svona lýsir Einar Rúnar Sigurðsson, björgunarsveitarmaður og eigandi Öræfaferða, aðstæðum á Breiðamerkurjökli í gær. Hann var sá fyrsti sem hóf íshellaferðir á Íslandi og einn af fyrstu viðbragðsaðilum sem kom á vettvang eftir að hluti af íshelli féll á tvo bandaríska ferðamenn og varð öðrum þeirra að bana.

Einar Rúnar hefur verið leiðsögumaður í íshellum, meðal annars á Breiðamerkurjökli, í mörg ár og kennt öðrum leiðsögn um þá. Hann telur að mörg tonn af ís hafi hrunið í hellinum í gær. „Ég er sá sem byrjaði með íshellaferðir á Íslandi og ég hef auðvitað haft áhyggjur af þessu allan tímann. Þegar maður er í íshellaferðum þá er maður alltaf að fylgjast með ísnum. Þetta er á hreyfingu.“ 

„Það …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgir Gunnarsson skrifaði
    "tiltekna fyrirtæki", Heimildin ætti að setja ábyrga fréttamennsku í hávegi og segja hvað fyrirtækið heitir. Magnað að það komi hvergi fram, ef fyrirtækið héti Samherji væri öruggt að það kæmi fram hjá Heimildinni. Kannski er einhver vinur ykkur að starfa hjá "tiltekna fyrirtæki" og því kemur það ekki fram.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár