Þetta var mjög stórt, sum stykkin. Stærsta stykkið sem lá þarna ofan á öllu kraðakinu örugglega fimm metra hár ísjaki. Þetta var ofboðslegt magn af þungum ís sem hafði komið þarna niður.“
Svona lýsir Einar Rúnar Sigurðsson, björgunarsveitarmaður og eigandi Öræfaferða, aðstæðum á Breiðamerkurjökli í gær. Hann var sá fyrsti sem hóf íshellaferðir á Íslandi og einn af fyrstu viðbragðsaðilum sem kom á vettvang eftir að hluti af íshelli féll á tvo bandaríska ferðamenn og varð öðrum þeirra að bana.
Einar Rúnar hefur verið leiðsögumaður í íshellum, meðal annars á Breiðamerkurjökli, í mörg ár og kennt öðrum leiðsögn um þá. Hann telur að mörg tonn af ís hafi hrunið í hellinum í gær. „Ég er sá sem byrjaði með íshellaferðir á Íslandi og ég hef auðvitað haft áhyggjur af þessu allan tímann. Þegar maður er í íshellaferðum þá er maður alltaf að fylgjast með ísnum. Þetta er á hreyfingu.“
Athugasemdir (1)