Rannsókn lögreglu á tjóni sem varð á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja er lokið. Málið hefur verið lagt fyrir ákærusvið lögreglunnar í Vestmannaeyjum sem ákveður hvort ákæra verði gefin út. Þetta staðfestir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Heimildina.
Í nóvember í fyrra féll akkeri skipsins Hugins VE útbyrðis og dróst eftir hafsbotninum og olli miklu tjóni á lögn sem sér Vestmannaeyingum fyrir öllu sínu neysluvatni.
Skömmu eftir að atvikið átti sér stað hóf lögreglan í Vestmannaeyjum rannsókn til þess að skera úr um það hvort skemmdirnar mætti rekja til refsiverðs gáleysis. Rannsóknin hefur því staðið yfir í um tíu mánuði.
Þrír áhafnarmeðlimir eru með réttarstöðu sakbornings í rannsókninni, skipstjóri, stýrimaður og vélstjóri Hugins VE. Tveimur dögum eftir að atvikið átti sér stað voru skipstjóri og yfirstýrimaður Hugins reknir.
Lögregla fékk greiðan aðgang að öryggisupptökum
Sjómannafélag Vestmannaeyja og fleiri brugðust illa við uppsögnunum á sínum tíma og …
Athugasemdir