Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Tekjuhæsta eina prósent landsins

Há­tekju­listi Heim­ild­ar­inn­ar er kom­inn í loft­ið. Þar er tekju­hæsta 1% lands­ins kort­lagt og bæði tek­ið til­lit til fjár­magns- og launa­tekna. Fjöl­skyld­an sem rað­ar sér í fjög­ur af fimm efstu sæt­un­um hlaut um 13,5 millj­arða í fjár­magn­s­tekj­ur fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem þau seldu.

Tekjuhæsta eina prósent landsins

Skipstjóri, fyrirtækjaeigandi, útgerðarmaður, lögmaður, fjárfestir, forstjóri. Þetta eru algeng starfsheiti á hátekjulista Heimildarinnar sem birtist í blaði dagsins. Þar eru alls 3.445 manns, þar af aðeins 659 konur.

Hátekjulisti Heimildarinnar er ítarlegri en aðrir tekjulistar sem fjölmiðlar birta. Hann miðast ekki við handvalið úrtak, heldur eru tekjuhæstu 1% Íslendinga fundin með ítarlegri leit ritstjórnar. Auk þess tekur hann ekki eingöngu mið af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum, svo sem arðgreiðslum til eigenda fyrirtækja, en oft eru launatekjur lítill hluti raunverulegra tekna.

Á listanum er fólk sem selt hefur kvóta eða fengið hann í arf áberandi. Í fjórum af efstu fimm sætum listans er Ós-fjölskyldan í Vestmannaeyjum sem seldi útgerðarfyrirtækið Ós og fiskvinnsluna Leo Seafood til Vinnslustöðvarinnar í fyrra. 

Í viðtali sem birtist á síðum Heimildarinnar í dag segir skattakóngurinn Sigurjón Óskarsson – einn af stofnendum og fyrrverandi eigendum Óss – að ákvörðun um að selja ætti fyrirtækið hafi verið tekin þegar kvótinn nægði ekki lengur til þess að hafa fólk í vinnu allt árið. 

Fjölskyldan – Sigurjón og börn hans Þóra Hrönn, Gylfi og Viðar – fengu samanlagt 13,5 milljarða í fjármagnstekjur á síðasta ári og greiddu um þrjá milljarða í skatt af þeim tekjum. 

Svo eru þeir sem maka krókinn en eru ekki á listanum

Þessi fjölskylda birtist á tekjulistanum vegna þess að hún greiddi sína skatta og er það skráð í bækur skattsins sem almenningur og fjölmiðlar fá aðgang að í nokkra daga í ágústmánuði hvert ár. En þar birtast ekki allir ríkustu einstaklingar landsins. Í greiningu á tekjulistanum í prentútgáfu Heimildarinnar í þessari viku kemur fram að áberandi sé hverjir sjást ekki á tekjulistanum, efnafólk sem felur slóð sína eða borgar skatta erlendis. 

Þá skiptir líka máli þegar kemur að upphæð skattanna hvernig tekjurnar eru flokkaðar. Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi tæknifyrirtækisins Uneo, var til dæmis hæstlaunaðasti maður landsins í fyrra með 108 milljónir í mánaðarlaun en var þó einungis í 10. sæti hátekjulistans. Með því að gefa nánast allar sínar tekjur upp sem launatekjur borgaði Haraldur hærri skatta en ef hann hefði flokkað hluta sem fjármagnstekjur. 

Í blaði dagsins er listinn settur fram myndrænt. Þar er jafnframt að finna viðtöl við tekjuhæsta fólk landsins, greiningar á listanum og hægt að skyggnast inn í það hvaðan peningarnir koma. 

Hér er hægt að skoða hátekjulista Heimildarinnar 2024 í heild sinni þar sem finna má upplýsingar um 3.445 tekjuhæstu Íslendingana. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár