Tekjuhæsta eina prósent landsins

Há­tekju­listi Heim­ild­ar­inn­ar er kom­inn í loft­ið. Þar er tekju­hæsta 1% lands­ins kort­lagt og bæði tek­ið til­lit til fjár­magns- og launa­tekna. Fjöl­skyld­an sem rað­ar sér í fjög­ur af fimm efstu sæt­un­um hlaut um 13,5 millj­arða í fjár­magn­s­tekj­ur fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem þau seldu.

Tekjuhæsta eina prósent landsins

Skipstjóri, fyrirtækjaeigandi, útgerðarmaður, lögmaður, fjárfestir, forstjóri. Þetta eru algeng starfsheiti á hátekjulista Heimildarinnar sem birtist í blaði dagsins. Þar eru alls 3.445 manns, þar af aðeins 659 konur.

Hátekjulisti Heimildarinnar er ítarlegri en aðrir tekjulistar sem fjölmiðlar birta. Hann miðast ekki við handvalið úrtak, heldur eru tekjuhæstu 1% Íslendinga fundin með ítarlegri leit ritstjórnar. Auk þess tekur hann ekki eingöngu mið af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum, svo sem arðgreiðslum til eigenda fyrirtækja, en oft eru launatekjur lítill hluti raunverulegra tekna.

Á listanum er fólk sem selt hefur kvóta eða fengið hann í arf áberandi. Í fjórum af efstu fimm sætum listans er Ós-fjölskyldan í Vestmannaeyjum sem seldi útgerðarfyrirtækið Ós og fiskvinnsluna Leo Seafood til Vinnslustöðvarinnar í fyrra. 

Í viðtali sem birtist á síðum Heimildarinnar í dag segir skattakóngurinn Sigurjón Óskarsson – einn af stofnendum og fyrrverandi eigendum Óss – að ákvörðun um að selja ætti fyrirtækið hafi verið tekin þegar kvótinn nægði ekki lengur til þess að hafa fólk í vinnu allt árið. 

Fjölskyldan – Sigurjón og börn hans Þóra Hrönn, Gylfi og Viðar – fengu samanlagt 13,5 milljarða í fjármagnstekjur á síðasta ári og greiddu um þrjá milljarða í skatt af þeim tekjum. 

Svo eru þeir sem maka krókinn en eru ekki á listanum

Þessi fjölskylda birtist á tekjulistanum vegna þess að hún greiddi sína skatta og er það skráð í bækur skattsins sem almenningur og fjölmiðlar fá aðgang að í nokkra daga í ágústmánuði hvert ár. En þar birtast ekki allir ríkustu einstaklingar landsins. Í greiningu á tekjulistanum í prentútgáfu Heimildarinnar í þessari viku kemur fram að áberandi sé hverjir sjást ekki á tekjulistanum, efnafólk sem felur slóð sína eða borgar skatta erlendis. 

Þá skiptir líka máli þegar kemur að upphæð skattanna hvernig tekjurnar eru flokkaðar. Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi tæknifyrirtækisins Uneo, var til dæmis hæstlaunaðasti maður landsins í fyrra með 108 milljónir í mánaðarlaun en var þó einungis í 10. sæti hátekjulistans. Með því að gefa nánast allar sínar tekjur upp sem launatekjur borgaði Haraldur hærri skatta en ef hann hefði flokkað hluta sem fjármagnstekjur. 

Í blaði dagsins er listinn settur fram myndrænt. Þar er jafnframt að finna viðtöl við tekjuhæsta fólk landsins, greiningar á listanum og hægt að skyggnast inn í það hvaðan peningarnir koma. 

Hér er hægt að skoða hátekjulista Heimildarinnar 2024 í heild sinni þar sem finna má upplýsingar um 3.445 tekjuhæstu Íslendingana. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

Illugi Jökulsson
3
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...
Geta varla vísað Yazan úr landi eftir 21. september
8
Fréttir

Geta varla vís­að Yaz­an úr landi eft­ir 21. sept­em­ber

Þann 22. sept­em­ber næst­kom­andi bera ís­lensk stjórn­völd ábyrgð á hæl­is­um­sókn hins 11 ára gamla Yaz­ans Tamim­is. Laga­lega séð mega ís­lensk stjórn­völd þá ekki leng­ur vísa hon­um og for­eldr­um hans til Spán­ar og ólík­legt verð­ur að telj­ast að þeim verði vís­að til Palestínu, það­an sem þau eru upp­runa­lega. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ist þó bera lít­ið traust til embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra eft­ir at­burði næt­ur­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár