Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tekjuhæsta eina prósent landsins

Há­tekju­listi Heim­ild­ar­inn­ar er kom­inn í loft­ið. Þar er tekju­hæsta 1% lands­ins kort­lagt og bæði tek­ið til­lit til fjár­magns- og launa­tekna. Fjöl­skyld­an sem rað­ar sér í fjög­ur af fimm efstu sæt­un­um hlaut um 13,5 millj­arða í fjár­magn­s­tekj­ur fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem þau seldu.

Tekjuhæsta eina prósent landsins

Skipstjóri, fyrirtækjaeigandi, útgerðarmaður, lögmaður, fjárfestir, forstjóri. Þetta eru algeng starfsheiti á hátekjulista Heimildarinnar sem birtist í blaði dagsins. Þar eru alls 3.445 manns, þar af aðeins 659 konur.

Hátekjulisti Heimildarinnar er ítarlegri en aðrir tekjulistar sem fjölmiðlar birta. Hann miðast ekki við handvalið úrtak, heldur eru tekjuhæstu 1% Íslendinga fundin með ítarlegri leit ritstjórnar. Auk þess tekur hann ekki eingöngu mið af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum, svo sem arðgreiðslum til eigenda fyrirtækja, en oft eru launatekjur lítill hluti raunverulegra tekna.

Á listanum er fólk sem selt hefur kvóta eða fengið hann í arf áberandi. Í fjórum af efstu fimm sætum listans er Ós-fjölskyldan í Vestmannaeyjum sem seldi útgerðarfyrirtækið Ós og fiskvinnsluna Leo Seafood til Vinnslustöðvarinnar í fyrra. 

Í viðtali sem birtist á síðum Heimildarinnar í dag segir skattakóngurinn Sigurjón Óskarsson – einn af stofnendum og fyrrverandi eigendum Óss – að ákvörðun um að selja ætti fyrirtækið hafi verið tekin þegar kvótinn nægði ekki lengur til þess að hafa fólk í vinnu allt árið. 

Fjölskyldan – Sigurjón og börn hans Þóra Hrönn, Gylfi og Viðar – fengu samanlagt 13,5 milljarða í fjármagnstekjur á síðasta ári og greiddu um þrjá milljarða í skatt af þeim tekjum. 

Svo eru þeir sem maka krókinn en eru ekki á listanum

Þessi fjölskylda birtist á tekjulistanum vegna þess að hún greiddi sína skatta og er það skráð í bækur skattsins sem almenningur og fjölmiðlar fá aðgang að í nokkra daga í ágústmánuði hvert ár. En þar birtast ekki allir ríkustu einstaklingar landsins. Í greiningu á tekjulistanum í prentútgáfu Heimildarinnar í þessari viku kemur fram að áberandi sé hverjir sjást ekki á tekjulistanum, efnafólk sem felur slóð sína eða borgar skatta erlendis. 

Þá skiptir líka máli þegar kemur að upphæð skattanna hvernig tekjurnar eru flokkaðar. Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi tæknifyrirtækisins Uneo, var til dæmis hæstlaunaðasti maður landsins í fyrra með 108 milljónir í mánaðarlaun en var þó einungis í 10. sæti hátekjulistans. Með því að gefa nánast allar sínar tekjur upp sem launatekjur borgaði Haraldur hærri skatta en ef hann hefði flokkað hluta sem fjármagnstekjur. 

Í blaði dagsins er listinn settur fram myndrænt. Þar er jafnframt að finna viðtöl við tekjuhæsta fólk landsins, greiningar á listanum og hægt að skyggnast inn í það hvaðan peningarnir koma. 

Hér er hægt að skoða hátekjulista Heimildarinnar 2024 í heild sinni þar sem finna má upplýsingar um 3.445 tekjuhæstu Íslendingana. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár